vikar m wrote:rauðbakur wrote:Takk síklíða
En er þetta kannski útaf því að ég er með gullfiska í búrinu líka?
burt með gullfiskana
Að sumu leiti er þetta rétt hjá vikar m en mér finndist réttast af honum a.m.k. að útskýra mál sitt.
Gullfiskar eru kaldavatnsfiskar og kjósa kaldara vatn en flestir hitabeltisfiskar (gullfiskar 16-20°C, aðrir hitabeltisfiskar 24-26°C og allt upp í 28-30° hjá sumum).
Gúbbífiskar eru frekar heitfengnir og dafna best í 27-28° hita.
En á hinnbógin eru þetta hvort tveggja harðgerðir fiskar sem þola mikið og geta alveg lifað í sátt og samlyndi, persónulega finnst mér ekki gaman að blanda fiskum með svona ólík skilyrði saman en það er smekkur hvers og eins.
Þetta er nú örugglega ekki gullfiskunum að kenna að þeir eru mikið við yfirborðið.
Helst dettur mér í hug súrefnisskortur í vatninu, og fiskarnir "lepja" yfirborðið. Til að koma í veg fyrir þetta er sniðugt að láta bununa úr dælunni gára vatnið og koma yfirborðinu á meiri hreyfingu, jafnvel svo myndist loftbólur.
Það væri gott að fá smá upplýsingar um búrið hjá þér til að geta leyst þetta (ef eitthvað er).
Búrstærð?
Íbúar?
Dælubúnaður?
Hitastig?
Hversu oft þú skiptir um vatn og hversu mikið í einu?
Ég vona að þetta hjálpi.
400L Ameríkusíkliður o.fl.