720L Malawi búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég er nú kominn langleiðina að tæma búrið og það fer vonandi að styttast í nýja íbúa :)
-Andri
695-4495

Image
rauðbakur
Posts: 35
Joined: 07 Jun 2010, 10:04
Location: álftanesi

Post by rauðbakur »

hvernig fiska ætlarðu að hafa í því?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

kemur í ljós þegar það er komið á hreint
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jæja þá eru nýju fiskarnir komnir í hús :mrgreen:
Þakka Dýragarðinum fyrir að panta þá fyrir mig, komu í ágætis stærð, um 12cm.

Image

Svo er bara að vona að þeim komi ekki of illa saman, micropeltes eiga reyndar að vera ágætar með öðrum micropeltes ef þær eru nógu litlar saman í hóp. Stefnan var annars á að enda með 2 stk en það kemur allt í ljós.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Ógeðslega töff fiskur. Hvað geturu frætt mig um þá?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

vonandi ferðu ekki á hausinn við að fóðra þessar í framtíðinni :)

Image
stolin mynd af netinu snakeheads.org
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

nóg er framboðið á kettlingum ef hart verður í ári :)
-Andri
695-4495

Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Andri Pogo wrote:nóg er framboðið á kettlingum ef hart verður í ári :)
Það er satt og eflaust hægt að fá hvolpa síðar þegar þær stækka :wink:
á ekki svo að stofna nýjan þráð í Monsters ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jú ætli ég geri það ekki eftir helgi :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Snædal wrote:Ógeðslega töff fiskur. Hvað geturu frætt mig um þá?
ég á fljótlega eftir að skrifa nánar um þessa tegund í monsterþráðinn minn ( http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=1059 )
en þangað til:
Channa Micropeltes er ránfiskur frá Asíu, verður allt að 100cm á lengd en 80-90cm max í búrum. 720L búrið mitt er því alls ekkert stórt fyrir svona skrímsli en gæti þó gengið.
Það gengur yfirleitt ekki að hafa aðra fiska með micropeltes eða chönnum yfir höfuð og stundum ekki einu sinni að hafa fleiri en einn í búri.
Yfirleitt er því mælt með því að hafa allar chönnur í sér búri.
Chönnur kjósa róleg og vel gróðursett búr með nægum felustöðum.

Éta nánast hvað sem er, lifir þó aðallega á öðrum fiskum, froskum, fuglum og þvíumlíku í náttúrunni.
Chönnur geta komið upp og andað að sér andrúmslofti og geta lifað úr vatni í þónokkurntíma ef nægur raki er fyrir hendi. Einnig geta þær "gengið" á landi og fært sig milli vatna á sama hátt og hinn alræmdi Walking Catfish.
Chönnur eru með öllu bannaðar í Bandaríkjunum og fleiri löndum og Evrópubann er í umræðunni. Ástæða þess er að þær eru harðgerðar og þola lágt hitastig. Ef þeim er sleppt á nýjum slóðum geta þær valdið mjög miklum skaða í vistkerfinu.

áhugaverð video:
http://www.youtube.com/watch?v=zBd1v_fe1as
http://www.youtube.com/watch?v=nmU7etSYYqI
-Andri
695-4495

Image
rauðbakur
Posts: 35
Joined: 07 Jun 2010, 10:04
Location: álftanesi

Post by rauðbakur »

til lukku með fiskana :D
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mig hefur alltaf langað í Micropeltes. Hef bara ekki búr fyrir svona skrímsli. Ég spái því að þú endir uppi með eina.. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Síkliðan wrote:Mig hefur alltaf langað í Micropeltes. Hef bara ekki búr fyrir svona skrímsli. Ég spái því að þú endir uppi með eina.. :)
+1
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það væri auðvitað best uppá plássið en það væri gaman að hafa tvær saman svona uppá að hafa smá líf í búrinu.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
orko
Posts: 21
Joined: 13 Jan 2010, 16:49
Location: Reykjavík

Post by orko »

Er þetta ekki Micropeltis hérna?

http://www.youtube.com/watch?v=WPGmvemG6fk

Video ekki fyrir mjög viðkvæma.
140l Gullfiskar

Ormur Karlsson
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »



þær eru annars allar farnar að éta eins og þeim sé borgað fyrir það, gaf þeim 4-5 sinnum í gær og allar komnar með góða bumbu.
-Andri
695-4495

Image
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

þurrfóður?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

nei byrja á rækjum
-Andri
695-4495

Image
Post Reply