Fiskar með Humrum!!!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

Fiskar með Humrum!!!

Post by ungipungi »

Ég er að spá í að fá mér einn humar í búrið hjá mér og var að vellta fyrir mér hvaða fiska ég ætti EKKI að hafa með honum. ég geri mér grein fyrir að hann er árásargjarn og getur ráðist og étið aðra fiska en mig langar til að prufa þetta og ef þetta gengur ekki upp eftir nokkra mánuði þá fæ ég mér annað búr undir hann og fæ mér fleirri humra.
mig langar mikið meira í humar heldur en fiska, en það væri gaman að hafa nokkra með honum.
svo las ég eitthverstaðar að gubby myndi leggjast á botninn þegar hann væri sofandi. sem er ekki gott þegar að þú ert með humar.
Emilsson
Posts: 66
Joined: 28 Jun 2010, 21:26
Location: Keflavík

Post by Emilsson »

myndi hafa fiska sem eru særri en humarinn en mæli sammt með því að fá þér bara sér búr með honum en það virkar mjög vel að hafa brúsknef með humri humrarnir láta þá yfirleitt alveg vera=)
84l. Rena
Pjesapjes
Posts: 118
Joined: 30 Dec 2008, 14:40

Post by Pjesapjes »

humrarnir éta og klippa gróðurinn hjá þér. lennti illa í því.. allt í einu var allur java mosinn minn farinn..
sérstaklega ef humarinn fjölgar sér þá eru þeir litlu ekki lengi að klára mosann.

og nokkrir fiskar hurfu.. og stóru fiskarnir sem hann náði að festa sig í hoppuðu upp í lokið til þess að losa sig við hann. þegar þeir verða stórir geta þeir blóðgað fiska sem eru stærri en þeir.

það er rosalegur kraftur í þessum litlu krílum.

en brúsknefjar geta auðveldlega verið með þeim. þeir eru auðvitað brynvarðir þannig það er erfiðara fyrir humarinn að meiða þá og þeir eru heldur ekki hræddir við að stanga humarinn í burtu.
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

Post by ungipungi »

já okey. mig langar samt svo geveikt mikið í humar. en það væriþá kannski sniðugara að fá sér sér búr fyrir þá. það er bara svoldið erfitt því ég er að byrja með mitt fyrsta búr. og það væri erfitt að byrja með tvö í einu.
Emilsson
Posts: 66
Joined: 28 Jun 2010, 21:26
Location: Keflavík

Post by Emilsson »

lítið mál að vera með humrabúr þetta eru svo harðgerð kvikindi þola mun meira en flestir ef ekki allir fiskar=)
84l. Rena
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Mæli ekki með að hafa humar með fiskum. Maður veit aldrei hversu svangir þeiru eru þannig að þú þyrftir líklegast að fóðra hann daglega svo hann réðist ekki á fiska.

Setti einn í 126l búr og hann drap alla fiskana nema einn. SAE sem var muna stærri en hann, ancistru sem var 10cm. Allt nema mesta aumingjann, dvergsiklíðu, en það er bara vegna þess að hann faldi sig í gróðri. Humarinn var samt á góðu róli að snyrta þann skóg.

Núna lifir hann góðu lífi einn í 54l búri og dafnar mjög vel. Ég hef allavega mjög gaman af honum og það kostar voða lítið, bæði búr+dót í það, og svo að hafa hann í því. Gef honum 3-5 rækjur 2x í viku og af og til gúrkubita.
Post Reply