Hvernig losna ég við þörungar sem vaxa í brúskum.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Roskva
Posts: 2
Joined: 08 Aug 2010, 22:55

Hvernig losna ég við þörungar sem vaxa í brúskum.

Post by Roskva »

Hef verið með ferlega þörungategund síðasta árið, hún vex í brúskum og er ógeðsleg, ljót og óþolandi. Maður þrífur allt og skrúbbar og 2 vikum seinna spretta brúskarnir út um allt aftur. Ég er hætt að hafa plöntur í búrunum því þetta yfirtekur þær.
Já ég veit maður gæti trúlega verið með næringarefnamæla í búrunum og alls kyns efnafræði. En, ég er með 2 búr með gúbbum og sverðdrögum annarsvegar, og gullfiskar í hinu, og ég vil bara njóta þeirra með sem minnstri fyrirhöfn, elska þessa fiska og dýrka þá en ég á mér líf og því langar mig ósköp mikið í einfalda lausn. Ég bý líka í 300 km. fjarlægð frá Reykjavík, svo ég þarf einfaldar lausnir þegar hægt er *bros*, helst eitthvað sem hægt er að fá sent í pósti, en ég fer í fiskabúð í Rvk ca. 1 sinni á ári, get þá náð mér í lifandi fisk ef þarf :)
Ég hef ryksugur, ancistrur og 1 plegga, þörungar eru ekki vandamál nema þetta ógeð.
Siamese Algae Eater, étur hann þetta, er hann til hérlendis (ég renndi aðeins yfir þessa ósköp fínu þörungagrein sem bent er á hér, undir aðstoð)?
Eru einhver önnur ráð? Getur maður keypt eitthvert sull í dollu til að drepa þetta í eitt skipti fyrir öll og byrjað svo upp á nýtt (eitthvað má jú vera af eðlilegum þörungum fyrir ancistrurnar og pleggann :)
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

SAE étur þetta en vinnur nú sennilega lítið á þessu þegar þetta er komið á þetta stig.
Líklega versnar ástandið hjá þér við að hætta með plöntur í búrinu, þar sem þá er þörungurinn einn um alla næringuna, ss engar plöntur til að keppa um næringuna.
Ég var með þennann brúskþörung á öllu í einu búrinu mínu og tókst mér að útrýma honum með Florish Excel, sem er lífrænt kolefni.
Það tók hátt í tvo mánuði með því að setja u.m.þ.b. helmingi meira af Excel en ráðlagt er á umbúðunum.(birt án ábyrgðar)
Tek það fram að ég er með mikið af gróðri í mínu búri.
Þú ættir kannski að fá þér einhverjar hraðvaxnar plöntur t.d Egeria Densa, Hygrophilia Polysperma eða álíka til að keppa við þörunginn um næringuna.
Þetta er linkur á Excel:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=7090
Roskva
Posts: 2
Joined: 08 Aug 2010, 22:55

Brúskþörungurinn.

Post by Roskva »

Hann er ekkert yfirgnæfandi í búrunum í augnablikinu, þörungurinn, enda ekki langt síðan ég þreif búrin í botn síðast. En, hann yfirtekur allt aftur á kannski 1-2 mánuðum... takk kærlega, ég prófa þetta lyf, og fiskinn : )
Post Reply