Já ég veit maður gæti trúlega verið með næringarefnamæla í búrunum og alls kyns efnafræði. En, ég er með 2 búr með gúbbum og sverðdrögum annarsvegar, og gullfiskar í hinu, og ég vil bara njóta þeirra með sem minnstri fyrirhöfn, elska þessa fiska og dýrka þá en ég á mér líf og því langar mig ósköp mikið í einfalda lausn. Ég bý líka í 300 km. fjarlægð frá Reykjavík, svo ég þarf einfaldar lausnir þegar hægt er *bros*, helst eitthvað sem hægt er að fá sent í pósti, en ég fer í fiskabúð í Rvk ca. 1 sinni á ári, get þá náð mér í lifandi fisk ef þarf

Ég hef ryksugur, ancistrur og 1 plegga, þörungar eru ekki vandamál nema þetta ógeð.
Siamese Algae Eater, étur hann þetta, er hann til hérlendis (ég renndi aðeins yfir þessa ósköp fínu þörungagrein sem bent er á hér, undir aðstoð)?
Eru einhver önnur ráð? Getur maður keypt eitthvert sull í dollu til að drepa þetta í eitt skipti fyrir öll og byrjað svo upp á nýtt (eitthvað má jú vera af eðlilegum þörungum fyrir ancistrurnar og pleggann
