Er í lagi að gefa fiskunum ekkert frá laugardegi fram á þriðju eða miðvikudag. Og er það í lagi hjá seiðunum. Ég fer nefnilega útáland á laugardaginn og get ekki fengið neinn til að gefa fyrir mig
Það á að vera í fínu lagi. Þú getur gefið þeim 2-3 sinnum áður en þú ferð en bara lítið, passaðu að ekkert fóður fari á botninn og vatnið sé gott.
Svo má líka kaupa helgarmat í flestum verslunum en þetta er það stuttur tími að allir fiskar ættu samt að lifa af.