Heterandia Formosa

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Heterandia Formosa

Post by Jakob »

Er einhver hér sem hefur reynslu af þessum fiskum? Ég hef verið að lesa mikið um þá en það væri gaman að heyra frá fólki sem hefur átt þessa fiska, eru þeir skemmtilegir, passívir, matvandir, synda þeir mikið um búrið?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ég hef alltaf gaman af þessum fiskum og væri til í að eiga þá í dag
þeir eru rólegir og éta fiskamat þeir synda eins og rólegur guppy
ekki litmestu fiskar landsins en þeir hafa sjarma
fínir fiskar í nanó búr karlinn 12-15 mm kerlan helmingi stærri
gaman hvernig kerlan þroskar seiði á mismunandi tíma þannig að eitt og eitt seiði er að koma af og til
veistu um einhverja hérlendis í dag ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Gudmundur wrote:Ég hef alltaf gaman af þessum fiskum og væri til í að eiga þá í dag
þeir eru rólegir og éta fiskamat þeir synda eins og rólegur guppy
ekki litmestu fiskar landsins en þeir hafa sjarma
fínir fiskar í nanó búr karlinn 12-15 mm kerlan helmingi stærri
gaman hvernig kerlan þroskar seiði á mismunandi tíma þannig að eitt og eitt seiði er að koma af og til
veistu um einhverja hérlendis í dag ?
Er að hugsa um að setja upp búr með þeim á næstunni, 54 lítra hafði ég hugsað mér, verða líklega einir í búri.

Það er hægt að panta þá hjá tjörva en þar sem dýragarðurinn er farinn að panta með styttra millibili er líklegast að ég sendi þeim línu fyrst.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Endilega leyfðu mér að fylgjast með væri til í að taka nokkra sjálfur
veistu eitthvað um verð á þeim ?

síðast þegar ég fékk nokkra var einn ljósari veit ekki hvert þeir voru seldir á sínum tíma
Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Gudmundur wrote:Endilega leyfðu mér að fylgjast með væri til í að taka nokkra sjálfur
veistu eitthvað um verð á þeim ?

síðast þegar ég fékk nokkra var einn ljósari veit ekki hvert þeir voru seldir á sínum tíma
Image
Verðið hjá F&F er 1290 kr. stk. Ég myndi taka inn svona 10stk líklega.
En ég ætla að tala við Dýragarðinn á morgun.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

nokkuð að frétta af þessu verkefni ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Fer að setja upp búrið. Ætla að breyta sump í búr til að byrja með og svo set ég upp verksmiðjuframleitt búr á næstuni líka og þá fara líklegast endler í sumpinn.
En næsta sending kemur frá tjörva núna í lok mánaðarins.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Jæja, þá er sumpurinn orðinn að búri, það er ekkert lítið ghetto, en ég ætla að reyna að fixa það aðeins, búrið á ekki að vera neitt stofustáss. Það verður seiðabúr seinna meir þegar þeim fjölgar og ég fæ mér nýtt búr. :)
Setti vatn í búrið í kvöld, og ljós yfir það, annars vantar alla möl og allt, búrið er alveg á byrjunarstigi.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply