Greindarskertir gullfiskar !

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Greindarskertir gullfiskar !

Post by jonsighvatsson »

Saga málsins er sú að það hefur verið vandamál að gefa plecoinum ,pleco pillurnar sínar . Ég er leiður á að kaupa mango eða kúrbít , þannig að ég fékk þessa hugmynd að færa viðarkubb sem ég er með í búrinu og grafa hann ofaní grjótið á botninum og búa til einskonar "kjallara" sem plecoinn getur verið í friði. En þó ekki með nógu stóran útgang til að gullfiskarnir komist inn.

Eftir að hafa gefið gullfiskunum að éta þá smelli ég einni pillu inní hreiðrið hjá pleco´inum. En viti menn ca 20 sek síðar þá eru gullfiskarnir búnir að stækka innganginn og ALLIR búnir að troða sér inn!!! Og í snar hasti færi ég viðarkubbinn . En tveir gullfiskanna fengu góðar rispur á sig .. er það eitthvað sem ég þarf að hafa áhuggjur af núna ??
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Gefðu Plecoinum þínum pilluna sína eftir að ljósin slökkna.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er líklega ekkert vandamál með rispurnar. Það er sniðugt að gefa plecoinum að éta eftir að ljósin slökkva. Gullfiskarnir kroppa líklega eitthvað í matinn líka, en plecoinn ætti líka að fá sitt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ég ég er að kaupa þetta ;)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

Hefði verið gaman að hafa þetta á video , ég fiffaði þetta þannig að ég sá undir viðarbútinn , Gullfiskarnir voru fljótir að fara inn , en áttu í erfiðleikum með að fara út og voru ekki sáttir
Post Reply