Saga málsins er sú að það hefur verið vandamál að gefa plecoinum ,pleco pillurnar sínar . Ég er leiður á að kaupa mango eða kúrbít , þannig að ég fékk þessa hugmynd að færa viðarkubb sem ég er með í búrinu og grafa hann ofaní grjótið á botninum og búa til einskonar "kjallara" sem plecoinn getur verið í friði. En þó ekki með nógu stóran útgang til að gullfiskarnir komist inn.
Eftir að hafa gefið gullfiskunum að éta þá smelli ég einni pillu inní hreiðrið hjá pleco´inum. En viti menn ca 20 sek síðar þá eru gullfiskarnir búnir að stækka innganginn og ALLIR búnir að troða sér inn!!! Og í snar hasti færi ég viðarkubbinn . En tveir gullfiskanna fengu góðar rispur á sig .. er það eitthvað sem ég þarf að hafa áhuggjur af núna ??
Greindarskertir gullfiskar !
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Þetta er líklega ekkert vandamál með rispurnar. Það er sniðugt að gefa plecoinum að éta eftir að ljósin slökkva. Gullfiskarnir kroppa líklega eitthvað í matinn líka, en plecoinn ætti líka að fá sitt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- jonsighvatsson
- Posts: 185
- Joined: 24 Jun 2010, 12:06