Of lágt ph

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

Of lágt ph

Post by ungipungi »

hvernig fæ ég það til að rísa aðeins það er undir 6,4 veit ég en ég er ekki kominn með neina fiska enn í búrið, þetta var fyrsta mælingin mín eftir viku. það var allt í toppstandi nema þetta ph, hvernig bæti ég úr því
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

skeljasand eða skeljar hækka ph gildið.
setja smá skeljasand í grisju og setja í síjuhúsið.
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er ekkert mega lágt. Hvaða fiska ætlarðu að vera með?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

Post by ungipungi »

ætlaði að fá mér humra og kannski eitthvað annað þegar að líður á
eddi
Posts: 117
Joined: 17 Aug 2010, 00:15
Location: Álftanesi

Post by eddi »

er sem sagt ekki gott að vera með skeljasand í búrinu.
Kv:Eddi
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

Post by ungipungi »

ég fékk mér humra áðan 3 stk þetta er 125 ltr búr.
það sem ég held er það að vatnið er bara baneitrað.
en ég keypti svona test til að testa vatnið þetta eru svona miðar sem ég dýfi ofaní vatnið og bíð í smástund og hann á að lesa ph á milli 6,4 og 8,8
og 6,4 er gulur en það litast ekkert hjá mér það les bara ekki neitt.
og svo er vatnið líka þokukennt eins og það hafi verið hellt mjólk í það.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er þetta ekki bara kranavatn ?
Af hverju ertu með þessar svakalegu áhyggjur af pH ?
Svona mælitest gefa oftast ekki nákvæma mælingu.
Ef þú varst að setja upp búrið þá er grái liturinn eðlilegur og hverfur á 1-2 dögum.
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

Post by ungipungi »

æjj ég veit ekki en ég setti þetta upp fyrir viku og svo þetta var í lagi fyrst svo byrjaði þetta að verða hvítt.
en segið mér eitt. er ekki alveg í lagi að hafa ljós með humrunum því þeir fela sig alltaf þegar að ég er með kveikt ljósið hvortað ég ætti að minnka það eitthvað?
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

Post by ungipungi »

eins og eitthverjir hafa tekið eftir þá er ég mjög stressaður yfir þessu. en er venjulegt að þeir finni sér stein eða eitthvað til að vera undir og eru þar bara og gera ekki neitt. einn var mjög aktívur fyrst á meðan hann gróf sig til og bjó til helli undir rótinni. og svo er hann bara í hellismunninum. og bíður.
er þetta bara fyrst á meðan þeir eru að jafna sig og venjast búrinu?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

humrar vilja helst liggja í felum og fara bara á stjá á matmálstímum.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Flest dýr éta humra þannig að þeir hafa góða ástæðu til að vera varir um sig
gefðu þeim fleiri felustaði og meira til að klifra í og smám saman ættu þeir að venjast þér
humrar þurfa sérstaklega holur eða hella þegar þeir fara úr skelinni ( til að stækka ) því þá eru þeir mjúkir sem smjör og verða að hafa felustað svo enginn éti þá

og ekki hafa áhyggjur af þessum humrum því þeir eru mjög lífsseigir
og ef þér tekst á einhvern óskiljanlegar hátt að drepa þá skal ég bara gefa þér nýja
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

Post by ungipungi »

já þeir eru farnir að sjást meira núna prílandi út um allt.
en ein spurning að lokum fyrst þeir eru meiri næturdýr ætti ég þá að gefa þeim að borða á kvöldinn þegar að ég fer að sofa?
Post Reply