ÉG er búin að eiga 2 skala í ca 2 ár, þeir eru frekar litlir, og eru bara 2 í 60 lítra búri, getur verið að það sé svoldið lítið, en það passar ekkert stærra inn hjá mér og var að vona að einhver gæti svarað þessari spurningu..
ég held að annar fiskurinn hafi verið að koma fyrir eggjum eða eitthvað í búrinu, og auðvitað á dæluna! veit ekki hvort fiskurinn sé að reyna koma þeim fyrir á plöntunni eða hvað en einhverra hluta vegna þá enda þessar "kúlur ? " hrogn eða hvað sem þetta er alltaf á dælunni. Þetta hefur gerst 3-4 sinnum áður og í öll skiptin hafa "kúlurnar" verið frekar stórar, og eiginlega hvítar, næstum eins og þær væru loðnar, en núna er kominn ágætis skammtur á dæluna og flestar "kúlurnar" eru glærar, en nokkrar svona alveg hvítar inn á milli, hvað er eiginlega að gerast í búrinu mínu ????
tók eftir því fyrir 2 dögum síðan að annar fiskurinn byrjaði að ýta dælunni (er föst með sogskálum) eitthvað til hliðar og núna er hún skökk með þessum kúlum á ... þetta er alveg mystery fyrir mér. ég hélt að þetta væru 2 strákar! hvað er í gangi ?
Fiska noob
Sæl
Skalarnir þínir eru að hrygna. Ef hrognin verða hvít þá eru þau ófrjó. Þegar þau eru orðin loðin þá er kominn sveppur í þau og þau farin að "mygla".
Þetta eru augljóslega ekki 2 strákar Gætu hinsvegar vel verið 2 kerlingar.
Skalarnir þínir eru að hrygna. Ef hrognin verða hvít þá eru þau ófrjó. Þegar þau eru orðin loðin þá er kominn sveppur í þau og þau farin að "mygla".
Þetta eru augljóslega ekki 2 strákar Gætu hinsvegar vel verið 2 kerlingar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
-
- Posts: 2
- Joined: 25 Aug 2010, 16:53
okei, myndi ég sjá það á glæru hrognunum hvort það komi seyði úr þeim ?
í fyrsta skipti núna eru þeir ekki að éta hrognin... þetta hefur alltaf horfið bara í 10 mínútum hjá þeim þarna í búrinu.. en aldrei verið glært áður, ef þetta eru karl og kerling, myndu þá ekki koma seyði bráðlega ?
með fyrirfram þökk fyrir svar
í fyrsta skipti núna eru þeir ekki að éta hrognin... þetta hefur alltaf horfið bara í 10 mínútum hjá þeim þarna í búrinu.. en aldrei verið glært áður, ef þetta eru karl og kerling, myndu þá ekki koma seyði bráðlega ?
með fyrirfram þökk fyrir svar