Sæl. Áður en einhverjir fara að drita á mig "það eru til fullt af póstum um þetta efni" vil ég bara segja að ég fann þá ekki, amk enga sem gáfu mér svör og ef þið viljið ekki lesa um þetta þá getiði bara sleppt að lesa lengra.
En þá að því sem skiptir máli.
Ég og konan störtuðum tveim 60L fyrir stuttu aftur eftir svoldin tíma. Við höfum yfirleitt bara verið með tetrur og gúbbýa og þekkjum orðið ágætlega inná þá. Ég keypti gúbbýfiska úr dýragarðinum meðal annars, einn karl og 2 konur á laugardaginn s.l.
Ekkert virtist hrjá neinn íbúa fiskabúrsins fyrr en seint í dag að einn þeirra (gúbbý karlinn) fór að hegða sér mjög undarlega. Hann virtist ekki ráða við hreyfingar sínar, synti beint upp og sökk svo á botninn, skreið þar kannski í smá stund og svo bætti hann heimsmetið í sprettsundi þvert yfir búrið og í allar áttir á örfáum sekúndum. Aðrir íbúar fiskabúrsins virðast vera við hestaheilsu nema þessi. Núna reynir hann að synda en þess á milli liggur hann á botninum og virðist of-anda.
upplýsingar og breytingar sem orðið hafa á búrinu síðustu daga/vikur:
Þetta er 60L búr sem hefur verið í nokkra mánuði í gangi.
Allt er innan eðlilegra marka, sýrstigið og magn klórs, NO3- og NO2-, KH og GH. Vatnskiptin hafa verið góð og innan eðlilegra marka
Okkur áskotnaðist svoldið af e.densa og annarri plöntu frá notanda af spjallinu sem ég bætti í búrið í gærkvöldi(um 20 klst áður en við urðum vör við þessa breyttu hegðun gúbbýsins)
Einnig hafa bæst við 3 ancistrur og um 8 gúbbýar aðrir.
Einnig setti ég eina töflu af "algea wafers" fyrir ancistrurnar
Endilega ef ykkur dettur einhvað í hug og ef það er nokkur leið fyrir okkur að bjarga greyjinu þá látið okkur vita hið fyrsta.
Og ætti ég að "einangra" hann frá öðrum fiskum svona til öryggis ef þetta getur smitast eða ef það hjálpar honum einhvað?
Skrítinn gúbbýkarl
Skrítinn gúbbýkarl
54L Juwel (4 gubby, 2 neon 5 keilu rasborur og 3 ancistrur)
60L ( 3 endlerar og 2 ancistrur )
60L ( 3 endlerar og 2 ancistrur )
Hvaða klórmagn er innan eðlilegra marka ?
NH3 ekki talið upp þó það sé eitt það mikilvægasta að forðast
en allt innan eðlilegra marka er mjög gott
fyrst allt er svona gott hjá þér hlýtur fiskurinn að vera veikur
einfaldast er að sinna og fylgjast með fiski í sér sjúkrabúri
einfaldara að gefa lyf eða salta og fljótt hægt að breyta til ef ekkert gengur
NH3 ekki talið upp þó það sé eitt það mikilvægasta að forðast
en allt innan eðlilegra marka er mjög gott
fyrst allt er svona gott hjá þér hlýtur fiskurinn að vera veikur
einfaldast er að sinna og fylgjast með fiski í sér sjúkrabúri
einfaldara að gefa lyf eða salta og fljótt hægt að breyta til ef ekkert gengur
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
núna snýst hann í hringi þegar hann syndir beint áfram. Erum búin að koma honum fyrir í fötu við hliðiná á búrinu. Virðist voðalega tens miðað við það að hann lá á botninum hreyfingarlaus nánast áður en við færðum hann í fötuna.
54L Juwel (4 gubby, 2 neon 5 keilu rasborur og 3 ancistrur)
60L ( 3 endlerar og 2 ancistrur )
60L ( 3 endlerar og 2 ancistrur )