Hugmyndir óskast fyrir 30L búr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Hugmyndir óskast fyrir 30L búr

Post by Andri Pogo »

Ég er að setja upp lítið 30L búr í skrifstofunni minni í vinnunni og er ferlega óákveðinn um hvað á að setja í það, erfitt að vera svona takmarkaður af búrstærð :)

Það eina sem mér datt í hug er gróður og rækjur en er hræddur um að það myndi líta út fyrir að vera tómt með svona smárækjum.
Væri ekki verra ef íbúarnir hefðu einhvern karakter (annað en gúbbý og tetrur), t.d. eitthvað smásíkliðupar eða álíka.

Allar hugmyndir að íbúum búrsins vel þegnar! :mrgreen:

þetta er annars 30L Tetra búr, eins og þetta:
Image
-Andri
695-4495

Image
davidsig
Posts: 11
Joined: 11 May 2007, 12:18
Location: Reykjavík

Post by davidsig »

Kvöldið. mér finnst þessi gera þetta helvíti flott:
http://www.my-mac.net/forum/viewtopic.p ... =a&start=0
langar að prufa að hafa svona fiska líka (er neðst á síðunni)
____________________________

Kv.
Davíð
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Killífiskar.. gætir haft nokkur pör. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Þú gætir t.d. verið með Dwarf Pencilfish, Dwarf Cory og Otocinclus.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

fáðu þér bara kribba par litríkir og alltaf á ferðinni og bærinn fullur af þeim þessa dagana td. flæða þeir upp úr búrum í Grindavík :wink:
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Hvað með eitt par af Lamprologus ocellatus, fallegar plöntur með sem og grjót?
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Einn flottann betta karl og einhverja litla vini með
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Mér líst vel á kribbapar eða kuðungasíkliður, er hægt að hafa eitthvað annað með þeim?
-Andri
695-4495

Image
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Andri Pogo wrote:Mér líst vel á kribbapar eða kuðungasíkliður, er hægt að hafa eitthvað annað með þeim?
Ég myndi bara hafa parið eitt og sér.Kannski eina ancistru til að sjá um þrifin.Samt hef ég oft notað gúbba(kellingar) eða platta til að éta þörunga,líka með kuðungasíkliðum.
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
KarenThöll
Posts: 62
Joined: 28 Dec 2009, 21:10

Post by KarenThöll »

Þú gætir líka Til dæmis haft nokkra Crayfish Humra
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

KarenThöll wrote:Þú gætir líka Til dæmis haft nokkra Crayfish Humra
Ekki góð hugmynd..
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply