Kann einhver að þrýfa spegil á flúrperu í fiskabúri ? Vel?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Kann einhver að þrýfa spegil á flúrperu í fiskabúri ? Vel?

Post by jonsighvatsson »

Ég keypti síðast notað fiskabúr , og eins og vanalega var það vanhirt lokið á því og var þakið allskonar þörung og ógeði innaní , og þar með talið spegillinn fyrir peruna. Ég lét lokið í ediksýrubað og náði að gera allt spotless nema árans spegilinn fyrir flúrperuna , hann leit út eins og hvítt malbik . Ekkert vann á þessum viðbjóði þannig að ég keypti nýjan spegill á tæpan 3þúsund kall :( sem er náttúrulega bara rugl .
En setti mér þá reglu eftir þetta að þrýfa spegilinn og lokið einu sinni í mánuði og í raun er spegillinn eins og nýr ennþá , fyir utan nokkra árans gula flekki sem mig grunar að sé byrjunin á nýju malbik dæmi.

Hefur einhver hugmynd um hvernig það á að ná þessu af án þess að rispa spegilinn ? Ediksýran étur allt upp nánast en hvað sem þetta er þá er ÞETTA GULA ÓGEÐ að éta sig inní efnið á speglinum !

kv gamli
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Suma hluti þarf bara einfaldlega endurnýja með x millibili.En venjulega þríf ég speglana hjá mér með salt vatni (sterkt kötlusalts bað, síðan í rennandi vatn) á svona sex mánaða fresti.
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

það væri gaman að vita hvaða ógeð þetta er samt , brúnþörungur ?
Post Reply