Ég hérna datt niður á Jagúar og eitt stk Dovii hjá Fiskó fyrir um sirka 3 mánuðum en hérna ég var samt ekki 100% viss hvort það væri rétt en var svo sem ekkert að véfengja það neitt en ég fékk þá með mánaðar millibili því þeir voru í sitthvoru búrinu og bæði síkt af hvíblettaveikinni sem þeir voru að höndla. Ég fékk Jágúarinn fyrst og svo Dovii mánuði seinna og hérna Jagúarinn var búinn að eigna sér svæði og hafði stækkað og fitnað töluvert en Dovii grannur og hálf aumingjalegur og Jagúarinn var næstum búinn að ganga frá honum þannig ég setti hann í annað búr með Bricardi 5 stk og þar dafnaði hann rosalega vel og lét vel af vistinni og hérna eftir að ég gerði vatnskipti fyrir rúmri viku þá setti ég Dovii aftur í stóra búrið til að sjá hvort hann gengi með Jagúarnum og viti menn það liðu ekki 5 mínutur að þá hérna sáu þeir hvor annan hafa ekki getað slitið sig frá hvor öðrum og ég kom heim úr vinnu í dag og kveikti ljósin á búrinu til að uppgvötva að sjá heilan helling af eggjum og hjá þeim verjandi sitt svæði og rótina af hörku. En hérna það sem mig langaði að spyrja ykkur sem fróðari eru er hvort ég sé virkilega með Dovii og Jagúar eða par af Jagúar eða Dovii og hérna læt auðvitað nokkrar myndir fylgja með svo hægt sé að dæma um hvort ég sé með mixed par eða hvað.
[img][img]http://www.fishfiles.net/up/1008/j767dg83_P1000771.JPG[/img]
[/img][img][img]http://www.fishfiles.net/up/1008/hfrdk2qr_P1000778.JPG[/img]
[/img][img][img]http://www.fishfiles.net/up/1008/fv8tksnh_P1000777.JPG[/img]
[/img]
En svona til gamans þá er ég einnig með Convict par í búrinu með seiði og hafa komið reglulega með seiði og áætla ég að þau séu með 25 klakið sitt núna og einnig er ég Með Limu Shovelnose í búrinu sem ég held að þurfi að fá nýjan dvalarstað þegar ég fer að sjá seiði frá nýja parinu og ég þakka Guði fyrir það að ég skuli eiga 2 önnur búr og geti flutt hana í annað þeirra ef svo ber undir.
530L Búrið mitt og meðfylgjandi spurning og myndir.
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Þetta eru bæði Jaguar
edit:
ég gæti trúað að kerlan sé undan gamla parinu mínu, amk með sama lit, karlinn er bara hálf litlaus en ekkert Dovii-legt við hann.
edit:
ég gæti trúað að kerlan sé undan gamla parinu mínu, amk með sama lit, karlinn er bara hálf litlaus en ekkert Dovii-legt við hann.
Last edited by Andri Pogo on 31 Aug 2010, 22:24, edited 2 times in total.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
þeir eru að flytja þessa fiska inn frá sama aðila og ég pantaði mína dovii
þannig að einhver ræktandi þarna úti er að selja heildsalanum þessa fiska sem dovii
þannig að einhver ræktandi þarna úti er að selja heildsalanum þessa fiska sem dovii
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
Já svona er þetta bara en það er gott að geta spurt gott og ráðagott fólk til að fá botn í málin og hefur maður lært heilan helling með því að lesa þræðina hér og haft gaman af að því að skoða búr annara enda bara gott og skemmtilegt fólk hérna inni. En takk en og aftur fyrir góð svör og ég kannski posta fleiri myndum af parinu þegar maður fer að sjá frísyndandi seiði.