smá valkvíði við kaup á dælu

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

smá valkvíði við kaup á dælu

Post by kristjan »

ég þarf að fara að kaupa mer aðra dælu til að skila vatnu úr sumpnum uppí búrið. Ég er með Tunze compact kit 16 og í því er dæla sem dælir 1200 l/klst og sumpinn er fyrir búr að 500 lítrum ég er með 350 l búr. En þá er það spurning hvort maður kaupir Tunze dælu í þetta eða eitthvað annað ódýrara. Tunze dælan sem á að vera í þessu kostar 87€ með sendingarkostnaði og dælir 1200 til 2400 l/klst. en svo get ég fengið t.d. Eheim dælu http://www.aquaristic.net/shop.php/sid/ ... 000%20l_h/ á töluvert lægra verði en hún dælir að vísu aðeins 1000 l/klst.
Myndu þessir 200 l/klst hafa einhver áhrif á vatnsgæði? og hvað finnst ykkur er Tunze dælan þess virði að borga töluvert meira fyrir hana? (veit að Tunze er náttúrulega flottasta merkið)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hef góða reynslu af þessum - eheim compact+

http://www.aquaristic.net/shop.php/sid/ ... B%20pumps/
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég var að panta mér newjet 1200 fyrir stuttu en finnst hún of öflug þannig að hún hefur ekkert verið notuð, ætla að panta mér stærðina fyrir neðan með næstu sendingu hjá dýralíf þannig að þú gætir fengið NJ1200 dæluna mína
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply