Hræddur fiskur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Hræddur fiskur

Post by Andri Pogo »

Ég var eitthvað að brasa með hendina ofan í búrinu í dag og fór of nálægt clown knife þar sem hann var inní blómapottinum sínum.
Honum hefur brugðið svona svakalega við að sjá hendina að hann fékk alveg kast og þaut útúr pottinum og um allt. Síðan þá (4klst) hefur hann hangið niðri í botninum bakvið plöntu einsog hann sé skíthræddur.
Getur þetta haft einhver áhrif á hann eða þarf hann bara að jafna sig :shock:
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mæli með bráðaáfallahjálp og langvarandi sálfræðimeðferð. :D

Þetta ætti ekki að hafa nein áhrif, margir fiskar sem sjá illa eins og clow-knive hegða sér svona við eitthvað rask í búrinu en eru yfirleitt fljótir að jafna sig og venjast þessu merkilega hratt. Td var skóflunefurinn hjá mér hrikalega fælinn og gersamlega sturlaðist ef ég setti hendina í búrið, núna kemur hann á móti hendinni eins og hundur í von um matarbita.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

gott mál.. ég cancela þá sálfræðitímann minn á morgun :-)
-Andri
695-4495

Image
Post Reply