Er að grisja hjá mér og hef ákveðið að selja plönturnar sem þarf að grysja. Allur ágóði af sölunni fer svo í að betrumbæta búrið hjá mér. Verð með þetta til sölu annað kvöld eftir kl 21. Hafði hugsað mér að henda síðan restinni af því sem ekki fer á morgun.
Ég er staðsettur í Vesturbænum í Reykjavík. Sendið mér skilaboð og takið fram hvað það er sem þið viljið (númer hvað og hversu mikið). Tek það síðan til og verð tilbúinn með það. Læt vita heimilisfang og síma í skilaboðum. Konan mín er orðin mjög þreytt á að fá fiskaperra inn í stofu og þar af leiðandi verða plöntur bara afhentar við dyrakarminn

Þær plöntur sem til sölu eru:
1) Riccia fluitans. Rótarlaus flotplanta sem hægt er að binda niður á steina og greinar og myndar hún þá eins og grasflöt. Ætlaði að selja svo til fullan nestispoka á 500 kall.
2) Sagittaria subulata. Sjá mynd. Mjög fín bakgrunnsplanta sem vex hratt. Ætlað að selja 10 stk á 500 kall.
3) Micranthemum umbrosum. Skemtileg planta sem líkist arfa og myndar stóra runna ef hún er ekki klippt. Tetrurnar hjá mér hrygna í þessa plöntu daglega hjá mér. Ætla að selja stórt knippi (mun stærra en það sem sést á myndinni) á 500 kall.
4) Hemianthus micranthemoides. Svipuð og Micranthemum umbrosus og gildir það sama um hana. Stórt knippi 500 kall.
5) Vallisneria gigantea. Stór bakgrunnsplanta sem getur myndað yfir 3 metra löng blöð séu þau ekki klippt. Hentar mjög vel í búr fyrir afrískar síkliður. 500 kall stykkið.
6) Echinodorus bleheri. Amazon sverðplanta. Á örfáar litlar sverðplöntur. 500 kall stykkið.
7) Egeria densa. Get selt mikinn slatta af henni fyrir 500 kall. Get annars látið afleggjara fylgja frítt með öðru ef áhugi er fyrir því.


Bestu kveðjur, Turtle.