Loftbólur og tunnudæla

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
elliÖ
Posts: 231
Joined: 26 Feb 2010, 00:11
Location: Reykjarvík

Loftbólur og tunnudæla

Post by elliÖ »

Hvernig er best að lostna við að það komi þessar fínu loftbólur í vatnið og á allt þegar maður er að látarenna nýtt vatn í búrið og hvessu ört eruð þið að þrífa tunnudælurna og þrífiði þá allar síurnar ?? hef aldrei verið með svona tunnudælu áður
Kveðja Elvar Ö
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef þú vilt losna við loftbólurnar þá þarftu vanalega að láta vatnið standa í 1-2 daga áður en það fer í búrið. Loftbólurnar eru þó engan vegin til ama og ef þær fara í taugarnar á þér er ekkert mál að strjúka með uppþvottabursta yfir glerið.

Tunnudælur þrífur maður eftir þörfum og fer það eftir búrstærð, fiskum og fóðurgjöf og getur tíminn hlaupið á 1-6 mánuðum. Ef tunnudælan passar við búrstærðina og fóðurgjöf er í hófi er ágætt að þrífa dæluna á 1-2 mánaða fresti.
User avatar
elliÖ
Posts: 231
Joined: 26 Feb 2010, 00:11
Location: Reykjarvík

Loftbólur og tunnudæla

Post by elliÖ »

Takk fyrir skjót svör þetta var það sem ég þurfti bara að vita
mbk Elvar
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Ég er með 400L búr fullt af malawi fiskum. er með eina tunnudælu og innbyggða dælu. ég reyni að hreinsa þær mánaðalega.
Post Reply