Bardagaparið.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Bardagaparið.
Ég skil ekki af hverju ég þarf alltaf að vera að einhverju stússi.
Mér leiðist að vera með smábúr um alla íbúð og er búin að losa mig við flest, en... ég á eitt eftir og er yfirleitt með eitthvað í gangi í því.
Seinast drap ég þar 10 Tropheus Ikola, þar áður kom ég upp glás af Convict seiðum sem enduðu flest sem fóður fyrir Frontosurnar og Kribbana (nokkur náðu að forða sér og stækka ört).
Í búrinu hafa líka drepist nokkrir Diskusar svo þetta er hálfgerð líkkista.
Nú ætla ég að setja rauða bardagaparið hennar Birtu og sjá til hvort karlinn geti ekki kreist kellu svolítið.
Ég er nokkurn veginn búin að græja búrið, setti slatta af gömlu vatni og blandaði með fersku. Smá felustaður fyrir kerluna því við stelpurnar viljum láta ganga á eftir okkur.
Ég skelli inn myndum þegar ég verð búin að taka þær og leyfi ykkur að fylgjast með þróun mála.
Mér leiðist að vera með smábúr um alla íbúð og er búin að losa mig við flest, en... ég á eitt eftir og er yfirleitt með eitthvað í gangi í því.
Seinast drap ég þar 10 Tropheus Ikola, þar áður kom ég upp glás af Convict seiðum sem enduðu flest sem fóður fyrir Frontosurnar og Kribbana (nokkur náðu að forða sér og stækka ört).
Í búrinu hafa líka drepist nokkrir Diskusar svo þetta er hálfgerð líkkista.
Nú ætla ég að setja rauða bardagaparið hennar Birtu og sjá til hvort karlinn geti ekki kreist kellu svolítið.
Ég er nokkurn veginn búin að græja búrið, setti slatta af gömlu vatni og blandaði með fersku. Smá felustaður fyrir kerluna því við stelpurnar viljum láta ganga á eftir okkur.
Ég skelli inn myndum þegar ég verð búin að taka þær og leyfi ykkur að fylgjast með þróun mála.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Nei, það er ekki svo erfitt.
Hitinn skal vera ca. 28°C og búrið þarf ekki að vera fullt af vatni, ég er ekki einu sinni með það hálft.
Karlinn fer svo í og þar á hann að búa til hreiður, þ.e. loftbóluhreiður sem hann gerir við yfirborðið.
Þegar það er klárt (getur tekið nokkra daga, sumir eru ekki alveg að átta sig á að nú á að stofna fjölskyldu) er kerlan sett í.
Þá byrja fyrst herlegheitin.
Hann eltir kelluna eins og "mofo" og að lokum lætur hún undan (og lætur ná sér) og þá hringar hann sig um hana og kreistir úr henni hrognin.
Hann tekur þau svo upp í sig og færir í hreiðrið.
Þegar hann er búinn að kreista kerluna er best að taka hana úr búrinu því annars getur hann gengið frá henni.
Hann hugsar svo um búið og mælt er með því að hann sé tekinn úr ca. 3 dögum eftir að seiði koma.
Hitinn skal vera ca. 28°C og búrið þarf ekki að vera fullt af vatni, ég er ekki einu sinni með það hálft.
Karlinn fer svo í og þar á hann að búa til hreiður, þ.e. loftbóluhreiður sem hann gerir við yfirborðið.
Þegar það er klárt (getur tekið nokkra daga, sumir eru ekki alveg að átta sig á að nú á að stofna fjölskyldu) er kerlan sett í.
Þá byrja fyrst herlegheitin.
Hann eltir kelluna eins og "mofo" og að lokum lætur hún undan (og lætur ná sér) og þá hringar hann sig um hana og kreistir úr henni hrognin.
Hann tekur þau svo upp í sig og færir í hreiðrið.
Þegar hann er búinn að kreista kerluna er best að taka hana úr búrinu því annars getur hann gengið frá henni.
Hann hugsar svo um búið og mælt er með því að hann sé tekinn úr ca. 3 dögum eftir að seiði koma.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
-
- Posts: 1482
- Joined: 20 May 2007, 01:16
- Location: rvk
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Andri, ég veit ekki hvað koma mörg seiði. Sennilega er það misjafnt, ég giska á 20-50.
Þeir geta verið saman í búri í talsverðan tíma en karlinn fer nokkrum dögum eftir að seiðin koma.
Annars er lítið að ske. Karlinn er búinn að gera nýtt hreiður á öðrum stað, stærra en hitt en hann er lítið að skoða kelluna.
Ég bíð pollróleg.
Þeir geta verið saman í búri í talsverðan tíma en karlinn fer nokkrum dögum eftir að seiðin koma.
Annars er lítið að ske. Karlinn er búinn að gera nýtt hreiður á öðrum stað, stærra en hitt en hann er lítið að skoða kelluna.
Ég bíð pollróleg.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Komum heim eftir þriggja daga útiveru og var þá kerlingin dauð.
Ég mátti svosem búast við því enda getur karlinn verið aðgangsharður eftir að leikar hefjast.
Ég veit ekki alveg hvort hann hefur náð einhverjum hrognum úr henni, þarf að skoða það nánar.
Nú þarf ég að finna aðra eins kerlu, fallega rauða.
Ég mátti svosem búast við því enda getur karlinn verið aðgangsharður eftir að leikar hefjast.
Ég veit ekki alveg hvort hann hefur náð einhverjum hrognum úr henni, þarf að skoða það nánar.
Nú þarf ég að finna aðra eins kerlu, fallega rauða.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.