Leopard froskurinn - Umhirða

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Leopard froskurinn - Umhirða

Post by Hólmfríður »

Leopard froskurinn sem gæludýr.

Vísindalegt nefni : Rana Pipiens
Það eru nokkar líkar tegundir til af Leopard froskum sem Southern Leopard froskurinn og "plain" Leopard froskurinn sem að hafa mjög sviðað útlit og svipaðir í umhugsun.

Stærð: 7-8 cm.

Lífsstíl: Hálft vatn/ hálft land ( ekki er nauðsynlegt að hafa hálft vatn, má vera minna.)

Umhugsunar stig : Góður fyrir byrjendur, samt mælt með að byrja með auðveldari frosk.

Aldur : Hann verður 5-8 ára en þó getur hann orðið eldri en það

Hýsing: Búrið : 54l búr er nógu stórt fyrir einn frosk og ef ætlað er að hafa fleiri þarf búrið auðvitað að vera stærra og hafa það í huga að gólf pláss er mikilvægara en hæðin á búrinu.
Leopard froskar kjósa hálft land hálft vatn týpu búr og þarf vatnið að vera það djúpt og stórt að hann gæti farið allveg ofan í vatnið.

Undirlag : Gott er að hafa mosa og trjáspænir í botnin, dýptin á undirlaginu ætti að vera það djúpt að froskurinn gæti grafið sig allveg ofan í. Fiskabúrasandur( steinar) er tilvalið til að hafa í botnin á vantasvæðinu. Það er mjög mikilvægt að hafa þessa steina mjög slétta ( til að koma í veg fyrir meiðsli) og einning ætti steinarnir að vera það stórir að hann gæti ekki kingt þeim.

Aukahlutir : Lítill viðarbútur ( rót eins og sett er t.d. í fiskabur) til að þeir fái þann möguleika á að klifra þó að þeir séu ekki miklir klifrarar. Gott er að hafa plöntur, hvort sem að þær séu lifandi eða gervi sem að gefa fleiri felustaði og þar með öryggi en froskurinn getur þó skaðað lifandi plöntur.

Vatnið : Dæla er ekki nauðsynleg að hafa í vatninu. En það á að skipta um 50% af vatninu minnstakosti 2 sinnum í viku ef ekki oftar.

Hitastigið : Búrið ætti að vera í herbergishita ( 20-24°C) en þó væri betra á næturnar að hitastigið mundi lækka yfir í cirka 16°C.

Lýsing : Ekki er nauðsynlegt að hafa einhverja spes lýsingu. En sumir eigendur vilja hafa UVA/UVB flúorperur sem að eru ekki nausynlegar fyrir þessa froska en skaðar þá ekki og er kannski örlítið meira að gera þeim gott.
Vertu viss um að froskurinn geti ekki farið uppá ljósið. Og varast skal að hafa ljósið of bjart, því að þá felur froskurinn sig fyrir því. Ljósið ætti að vera kveikt cirka 10 tíma á dag en slökkt í 14 tíma.

Lok : Lok er nauðsynlegt ef að þú vilt ekki að froskurinn þinn sleppi út, þeir eiga það til að finna útgönguleiðir úr búrinu.

Fæði : Leopard froskar ætti að vera gefið mismunandi skordýr. Svo sem kribbur, Vax orma flugu lirfur, flugur, og áðnamaðka. Málitíð með 3-4 kribbum daglega er nóg, en þó mæla sumir sérfræðingar að gefa þeim ekki nema annan hvern dag. Aðalatriðið er fjölbreytni í matnum. Að gefa einungis Kribbur er alls ekki nóg, líka ætti að gefa þeim áðnamaðka og fleira eins og er nefnt hér að ofan.

Taktu eftir líkamsstærð og þyng frosksins þíns. Mundu að offita er algengara en að froskurinn sé of horaður. Svo passaðu uppá að froskurinn verði ekki kringlóttur.
Post Reply