Vona að einhver hér geti leiðbeint mér en ég er með Eheim Aquastar 60 búr og peran er farin. Er búin að kaupa peru en sé ekki hvernig ég skipti henni út. Það eru plastfestingar sem hún gengur inn í en næ ekkert að hagga þessu og þori ekki að taka of mikið á plastinu. Kannst einhver við þetta og getur leiðbeint mér ?
ég á svona búr, þú þarft bara að snúa plastfestingunum rangsælis til að skrúfa þær lausar. Mjög einfalt en ef þetta er mjög stíft þarftu bara aðeins að taka á því en passa að skrúfa rangsælis.
Andri Pogo wrote:ég á svona búr, þú þarft bara að snúa plastfestingunum rangsælis til að skrúfa þær lausar. Mjög einfalt en ef þetta er mjög stíft þarftu bara aðeins að taka á því en passa að skrúfa rangsælis.
Þúsund þakkir, þetta gekk hjá mér. Þú reddaði mér allveg