Kynjamunur á malawii

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Kynjamunur á malawii

Post by lilja karen »

Hvernig er það séð hvort að þú sért með kk eða kvk yellowlab?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Karlarnir eru venjulega dekkri, með gráan kvið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

[quote="keli"]Karlarnir eru venjulega dekkri, með gráan kvið.[/quote]

Þakka þér fyrir :D er þá greinilega með kall :wink:
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

ætla aðeins að pota mér inn í þennan þráð.
ég er með einn y.lab hann/hún verður svoldið svartur neðan á kjálkanum frá munni og aftur að tálknum annað slagið, er þetta stress litir eða eitthvað annað ?

held að þetta sé kk ,allavega er þessi lang stæðstur af minum y.lab sem eru allir frekar hægvaxta miðað við aðra íbúa.

kveðja
Erling
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

ellixx wrote:ætla aðeins að pota mér inn í þennan þráð.
ég er með einn y.lab hann/hún verður svoldið svartur neðan á kjálkanum frá munni og aftur að tálknum annað slagið, er þetta stress litir eða eitthvað annað ?

held að þetta sé kk ,allavega er þessi lang stæðstur af minum y.lab sem eru allir frekar hægvaxta miðað við aðra íbúa.

kveðja
Erling
Mjög líklegt að þetta sé karl þá. Þeir eru venjulega stærstir og "skítugastir". Kerlingarnar eru oftast með mjög lítið dökkt í sér nema á uggunum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Eru KK oft með svona bláleitt framan í sér? Alfa KK hjá mér er með svona ljósbláar rendur, sérstaklega þegar hann er e-h spenntur að sýna sig, minnir mig á brichardi stundum þessar línur.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

Það eru til margar tegundir af löbum,, það eru til bláir, gulir, hvítir jafnvel appelsínugulir heita nátturulega mismunandi nöfnum.
Er sammt ekki álveg viss hvort þessar tegundir blandi sér eitthvað saman, gæti verið og þá eru líklegast með blöndu því það eru ekki bláar rendur i yellow lab.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Hann er keyptur frá Vargi, þetta er alfa KK í y.lab hópnum, þetta eru ekki mjög áberandi rendur, bara eftir því hvernig ljósið kemur á kinnarnar, þá sést þetta aðeins. Mjög flott reyndar. Mjög flottur KK, stór og flottur. Lítur út alveg eins og þeir eiga að vera svo ég hugsa nú að hann sé ekki blendingur, ekki nema Vargur hafi verið að selja manni e-h dótarí :lol: En hann er fallega gulur og með flotta ugga, og greinilega kk þar sem það er svona eins og hann keli var að tala um, svona "smá skítugur" en samt flottur guli liturinn
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég keyfti einu sinni yellow lab karl og var hann með mjög sterka liti og benti allt til þess að þetta væri kall en svo var hann allt í einu komin með fullan kjaftin af hrognum :-) svo það getur stundum verið erfitt að þekkja kynin í sundur :P
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Hann er búin að vera dansandi við kerlurnar hjá mér á fullu og seiðin sem ég er með eru undan honum
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply