Spurning um hitara.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gaflari
Posts: 10
Joined: 10 Jun 2007, 15:41

Spurning um hitara.

Post by Gaflari »

Ég er að setja upp 1000 L búr sem stendur í stofuhita, hvað þarf ég marga hitara af ákveðnum styrkleika, td 300w.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég ætla að leyfa einhverjum öðrum að staðfesta það en ég myndi halda að 2 300W hitarar væru nóg.
-Andri
695-4495

Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Jú, ég mundi prófa það, ég er með 300 W hitara í 500 lítra búri og það er allt þokkalega stöðugt þar
Gaflari
Posts: 10
Joined: 10 Jun 2007, 15:41

Gleymdist að nefna.....hitastig fyrir síklíður

Post by Gaflari »

Haldið þið að 2x300w lyfti hitanum upp í réttan hita fyrir síkliður
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Þú getur prófað það, gott að bíða líka eftir að reyndari menn komi með svar
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

2x 300W ættu alveg að halda hitanum fínum, fer þó eftir stofuhitanum hjá þér og hversu vel búrið er lokað, ef þú ert með sæmileg ljós þá hita þau talsvert og hitinn fellur sáralítið á nóttunni í svona stóru búri.
Last edited by Vargur on 12 Jun 2007, 22:58, edited 1 time in total.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

1 300W ætti alveg að duga þér, ég er með einn þannig í 600L búrinu mínu og það er ekki með neinu loki og það kemur ekki hiti frá ljósinu
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þótt einn hitari dugi kannski þá er gott að hafa 2 bara uppá það að ef einn bilar þá virkar hinn áfram.

2x300w ætti að duga þér fínt undir venjulegum kringumstæðum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply