Af stóra búrinu er það að frétta að sumir fiskanna eru orðnir það stálpaðir og komnir með það miklar "meiningar" að ég gæti þurft að spá í að fækka í búrinu. Einnig eiga plönturnar undir högg að sækja. Fiskarnir eru ekki að róta þeim upp. Það er eitthvað annað. Alveg makalaust hversu erfitt það er að halda plöntunum góðum.
Annars gerðust þau undur og stórmerki að annar barbi var étinn. þetta eru fréttir fyrir þau ykkar sem hafa fylgst með búrinu frá fyrsta degi
Annars sjást bótúrnar í búrinu afar lítið. Hef ekki séð þær saman lengi, sá bara eina í kvöld. Getur verið að það sé ekkert grín að vera tvær litlar bótíur í svona búri. Annað hvort er önnur dauð eða bara í felum. Alla vega þarf ég að kaupa mér alla vega 2 í viðbót því þær eru öruggari eftir því sem þær eru fleiri.
Ef einhver búð lumar á bótíum sem eru ekki smáar heldur örlítið stálpaðar, látið mig endilega vita.
Eftir fundin í dag verslaði ég mér nokkra fiska til viðbótar fyrir búrið sem ég ætla að setja upp á næstu dögum sjá innleggið hér að ofan).
Smellti mér á eftirtalda fiska eftir fundinn í Dýragarðinum:
Fiðrildasíkliður - appelsínugular, tvær kerlur og einn karl.
Tvær litlar bótíur, man ekki hvað þetta afbrigði er kallað.
Einn brúsknef auðvitað
Macmasteri par
