Juwel dælur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Juwel dælur

Post by Elloff »

Er með Juwel búr með innbyggðri dælu, fékk þetta notað, svamparnir eru í dælunni, á maður að setja bómull efst í dæluna? Hversu oft á maður svo að þrífa svampana í svona dælu? Eru einhver tips um hvað er öðruvísi með svona dælu heldur en tunnudælur?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú setur hvítt filt efst í dæluna.
Svampana þrífur þú eftir þörfum en vanalega þrífur þú neðsta eða 2 neðstu svampana mjög sjaldan (ca 6 mánaða fresti) enda fer lítil drulla í þá en þeir viðhalda góðri flóru í dælunni.
Mér þykir ágætt að setja slöngu ofan í hitara hólfið annað slagið og sjúga upp drullu sem safnast fyrir þar.
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Hitarahólfið segirðu, setur maður sem sagt hitarann í hólfið næst bakhliðinni?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jább, hitarinn fer þar í aftan við inntakið.
Post Reply