Smyrja rotor pinna í tunnudælu ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Smyrja rotor pinna í tunnudælu ?

Post by jonsighvatsson »

Sælir , þar sem maður hefur allt 100% þá held ég að það sé komin tími til að smyrja pinnan sem gengur í gegnum rótorinn í tunnudælunni (am-top) til að minnka slit og hugsanlega hitamyndun. Er safe að nota maskínuolíu eða hreina jarðolíu ? hverju mælið þið með sem kálar ekki fiskum ?

Kv jón... (gæjin með sérstöku spurningarnar)
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

vaselin
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

þegar ég tók pinnan úr síðast , þá var einhver svört olía. efast um að vaselín geri mikið til lengri tíma
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

setur ekki oliu í dælur.
ekki nema það sé dæla sem er ekki gerð fyrir fiskabúr.
þá á sjálfsögðu áttu ekki að vera að nota hana.

ég veit ekki um neina dælu sem er ætluð fyrir fiskabúr að það þurfi að smirja.

svarta drullan eða (olia) hefur sennilega verið fita og þörungur blandað saman.

það er góð regla að hreinsa rótorin alltaf þegar þú skftir um filter eða hreinsar hann.

best er að nota röra bursta til að hreinsa sjálft mótor húsið.

olia+fiskabúr= :engill:
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

Það verður viðnám milli pinnans og impeller´sins sem snýst um hann , ég sá þessa olíu áður en ég lét dæluna í gang í den , þetta var mjög líklegabara jarðolía

allavegana lét ég á þetta maskínu olíu á pinnan , passaði mig á því að það væri engin hreinsiefni í þessu. Jám og þeir eru ekki ennþá dauðir fiskarnir
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

jonsighvatsson wrote:Það verður viðnám milli pinnans og impeller´sins sem snýst um hann , ég sá þessa olíu áður en ég lét dæluna í gang í den , þetta var mjög líklegabara jarðolía

allavegana lét ég á þetta maskínu olíu á pinnan , passaði mig á því að það væri engin hreinsiefni í þessu. Jám og þeir eru ekki ennþá dauðir fiskarnir
Slæm hugmynd.

Það á ekki að smyrja fiskabúradælur. end of story.

Magnetic impeller dælur nota vatnið sem smurningu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

var samt ekki að smyrja mótorhúsið sem ipellerinn fellur ofaní , heldur pinnan sem gengur beint í gegnum impeller´inn og heldur honum á réttum stað. komnir 2 tímar síðan 260 lítra búr , og þeir virðast bara hressir fiskarnir.

En af einhverri ástæðu kom hún með smur frá verksmiðju , ég veit hvað olía er þegar ég sé hana :oops:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hugsanlega einhver verksmiðjuolía sem skiptir engu fyrir fiskana, en hún er líklega bara upp á geymslu frá verksmiðju til viðskiptavinar. Það þarf ekki að smyrja magnetic impeller fiskabúradælur.

Og ef maður gerir það með olíu sem helst á lengur en í nokkrar mín eftir að það er kveikt á dælunni þá grunar mig að hún skapi frekar viðnám og geri þannig vont frekar en gott.


Edit:
Ok ég skal kannski alveg alhæfa þetta, en ég hef átt ansi margar dælur af öllum stærðum og gerðum frá mörgum framleiðendum, lesið ótal margar spjallsíður og aldrei heyrt minnst á það að smyrja dælur :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Alveg óþarfi að smyrja þetta, eins og Keli segir þá sér vatnið um að mynda smá gap á milli partana og kælingu, ef þetta er keramik pinni (Sem ég stór efa frá am top) og lega þá endist þetta nánast endalaust

Smurning sem festist á þessu mun einungis halda vatnskælingunni frá pinnanum og valda snúnings tregðu

Ef þú vilt að þessi partur endist sem lengst þá getur þú baðað þetta á ediki 1* í mánuði eða við hvert skipti sem dælan er þrifin, það losar upp kalkmyndun sem veldur tæringu á málminum við núninginn
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Af hverju efastu um að það sé keramik pinni í dælum frá Am Top, í öllum þeim Amtop dælum sem ég hef flutt inn hafa verið Keramik pinnar.
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Mmm... Rotor... dæla... Dýralíf..
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Post Reply