Frágangur á botnsands "ryksugu"

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Frágangur á botnsands "ryksugu"

Post by Hrafnkell »

Lumar ekki einhver á góðri aðferð við að útbúa botnsands "ryksugu" hægt er að setja í garðslöngu smellutengi?

Mér dettur sjálfum í hug að finna glært rör og lok á það, bora gat á lokið og kítta/líma smellu-samtengi í gatið.

Hvar ég finn glær rör og lok veit ég ekki.. einhver?
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

sumir hafa nota 1/2 gosflöskur en ég veit ekki með að tengja hana við garðslönguna :)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Nielsen
Posts: 218
Joined: 11 Mar 2010, 21:34

Post by Nielsen »

ég er með 0.5l. flösku sem ég skar botninn af, slöngubút í stútinn og tape
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Hér er aðferð við að útbúa malarryksugu sem hægt er að setja á smellutengi á garðslöngu. Ég vildi gera þetta til að spara mér eina slöngu í vatnsskiptunum. Nú get ég notað sömu slöngu til að ryksuga búrið og láta vatn renna í það.

Ég notaði smellustút sem skrúfast á krana og setti hann í tappa á 1L appelsínusafa flösku.

Smellustúturinn er fenginn í BYKO og er til að skrúfa á krana. Hann er bæði fyrir 3/4 tommu og 1/2 tommu kranagengjur.
Image

Takið stútinn í sundur, gera gat á flöskutappann og skrúfa hann saman aftur með tappann á milli.
Image

Image

Skerið botninn af flöskunni.

Ég valdi að setja stútinn í tappann til að geta losað flöskuna af og hreinsað gróðurrusl sem getur safnast þar og stíflað rennslið.

Búinn að prófa, þetta virkar :)
Post Reply