Eplasnigill.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
gyða
Posts: 9
Joined: 14 Aug 2010, 21:23

Eplasnigill.

Post by gyða »

Fékk mér að ég held eplasnigill snemma í haust, í gær hélt ég að hann væri dauður því að hann lá ofan á javamosanum hálfpartinn í lausu lofti, svo í dag er hann horfinn og fann ég hann annarsstaðar í búrinu sprelllifandi en ég fann líka annan pínulítinn, þá er það spurningin hvernig fjölga þeir sér ? eða haga sér á annan hátt ?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Þú þarft kk og kvk eplasnigla til að þeir fjölgi sér, þeir koma eggjaklasa fyrir fyrir ofan vatnsyfirborðið, t.d. í lokinu á búrinu og svo fara litlir sniglar að detta niður.
Ef þú varst bara með einn eplasnigil er hinn snigillinn líklega einhver "plágusnigill", s.s. sniglategund sem fjölgar sér hraðar (sumar tegundir eignast lifandi afkvæmi) og kemur oftast í búr hjá fólki með gróðri.

Hérna er fróðleikur um snigla í búrum:
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/kud ... lokkar.htm
-Andri
695-4495

Image
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

Eplasniglar geta legið í marga daga með bakhurðina hálf opna , þeir eru bara stundum mjög latir
gyða
Posts: 9
Joined: 14 Aug 2010, 21:23

Post by gyða »

Takk fyrir þessar upplýsingar, þetta hefur sjálfsagt verið "plágusnígill" því að í morgun fann ég tvo og var fljót að fjarlægja þá. Er eitthvað sérstakt ráð til að losna við pláguna, fékk mér smá gróður fyrir mánuði síðan og þetta hefur líklegast fylgt því.
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

gyða wrote:Takk fyrir þessar upplýsingar, þetta hefur sjálfsagt verið "plágusnígill" því að í morgun fann ég tvo og var fljót að fjarlægja þá. Er eitthvað sérstakt ráð til að losna við pláguna, fékk mér smá gróður fyrir mánuði síðan og þetta hefur líklegast fylgt því.

Gæti verið sama og ég er með, fylgdi ráðum snillinganna hér á spjallinu, sé alltaf eitt og eitt kvikindi á hverjum degi.:
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=10642
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

Post by ungipungi »

ég er líka með eina spurningu um eplasnigla ég keypti mér tvo fyrir c.a 3 til fjórum vikum síðan og ég hef núna síðustu vikuna ekkert verið að pæla í búrinu. ég hef bara gefið þeim að fiskunum að éta og ekkert meir og núna í morgun fór ég að skoða búrið aðeins og annar snigillin er orðin MIKIÐ stærri en hinn hann er búinn að stækka töluvert . hvernig fara þeir að þessu og eru .eir fljótir að stækka ?
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

calcium ríkt vatn , svo þegar hitinn í búrinu er í hærri kantinum þá vaxa þeir hraðar en lifa skemur svo auðvitað mat
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Hér er margt áhugavert um Eplasnigla.

http://www.applesnail.net/
Post Reply