Jæja, gamli bardagafiskurinn er nú sofandi hjá fiskunum. Hann var að nálgast þrjú árin og var elsti fiskurinn.
Fiskurinn sem kom mér í þetta áhugamál. Langt mesti karakterinn af öllum fiskunum mínum. Hörkutól sem lifði fyrstu 8 mánuðina sína í kúlu þegar ég var ungur og vitlaus. Afrekaði allt sem góðum bardagafiski sæmir og hans verður sárt saknað.
það var einn discus að drepast hjá mér appelsínu gulur með blát í uggum er þvílíkt svekktur, bara allt í einu fór hann að hætta að geta synt og flaut eins og asni og drapst svo. Svo nú á ég bara 2 snake skin.
17cm Clown Knife var étinn í gærnótt, hann var orðinn óskaplega horaður, var að reyna að venja hann á New Life Spectrum töflur.
Spurning hvort hann hefur drepist áður enn hann var étinn.. en congicusinn var orðinn vel feitur í gærmorgun.
er með nokkra humra með gubby og neon tetrum og einn morguninn vaknaði ég sá alla á sýnum stað og svo seinna um daginn sá ég aldrei gubby karlin og hef ekki séð hann í 3 vikur. svo að hann er ábyggilega orðinn að humrafóðri. svo í morgun var ein neontetran mín hauslaus á botninum
ætla að fá mér eitt lítið 54 lítra búr fyrir humrana