Lítið 54 L eldhúsbúr? og gúbbí spurning

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Lítið 54 L eldhúsbúr? og gúbbí spurning

Post by Agnes Helga »

Er svakalega mikið að hugsa um hvað ég ætti að hafa í eldhúsbúrinu mínu ef ég ætla að halda því gangandi eftir að seiðin fara úr því. Það verður loklaus til að auðvelda alla umgengni við það því það eru skápar fyrir ofan það, en verð sennilega með lampa bara við það. Er ótrúlega mikið að spá í eitthverjum harðgerðum litríkum og smávöxnum fiskum í það. Með hverju mæliði? Vatnaskipti verða gerð mjög reglulega enda mjög handhægt svona við hliðina á vaskinum. Hvað mynduð þið setja í það?

Og annað, hvað tekur langan tíma fyrir kvk gúbbí að "hreinsast" og verða virgin?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

Mæli með Endler.
Ég fékk nokkra hjá Varginum, og nokkra í Tritlu (koma frá Guðmundi),
ótrúlega flottir litlir fiskar, hægt að hafa þónokkra í smáum búrum.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

eru endlerarnir harðgerðir, hef ekki átt þannig, eru þeir harðari af sér en normal gúbbí? Var eimmitt að spá í e-h gúbbí, en lenti í veseni með þá sem ég átti.. drápust bara útaf engu meðan aðrir búrfélagar voru í fínu lagi, kannski hef ég bara fengið af slæmum stofni?

Svona dverg gúramar heilla mig svolítið, geta þeir verið í litlu búri með t.d. gúbbí eða endlerum?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

Agnes Helga wrote:eru endlerarnir harðgerðir, hef ekki átt þannig, eru þeir harðari af sér en normal gúbbí? Var eimmitt að spá í e-h gúbbí, en lenti í veseni með þá sem ég átti.. drápust bara útaf engu meðan aðrir búrfélagar voru í fínu lagi, kannski hef ég bara fengið af slæmum stofni?

Svona dverg gúramar heilla mig svolítið, geta þeir verið í litlu búri með t.d. gúbbí eða endlerum?
Ég hef nú ákaflega litla þekkingu til að fræða aðra, það er nóg af snillingunum hér á þessum spjallvettfangi sem munu ábyggilega svara þessum spurningum.

Mér persónulega finnst að Endlerarnir eigi að vera í sér búri, ekki síst vegna smæðar kk Endlersins.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

já, endler er mun harðgerðari en guppy.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Takk fyrir svörin, er að reyna gera upp við mig hvort ég ætti að halda því eða ekki :lol:

Geta endlerar verið með eitthverju öðru í búri eða verða þeir að vera sér?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

mínir eru með neon regnbogum og cardinal tetrum t.d.
Image
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

já, reyndar langar mig að setja bombínó körtur í það en fæ ekki leyfir fyrir því :lol: Maðurinn að segja stopp við fleiri tegundum dýra hingað inn, ætli maður verði ekki að hlýða því.

Svo fiskar it is, var að spá í pari af fiðrildasíklíðum, nokkrum gúppý KK (annað hvort endler eða venjulegum) og kannski eins og einu dverg gúrama? Langar að hafa þetta litríkt og svolítið opið búr þannig að það eru fiskarnir sem eru aðal atriðið.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply