Snoopy :)

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Snoopy :)

Post by Karen »

Ég fékk símtal núna í morgun frá vinkonu minni og hún sagði mér að hún væri með sætan og góðan 5 mánaða hvolp sem hafði lent í hrottalegu ofbeldi hjá fyrri eiganda sem hafði bókstaflega gengið í skrokk á litla greyinu...

Hún vissi að ég hafi verið að leita að litlum félaga þar sem ég er að flytja ein í herbergi í kjallarann hjá henni og hringdi strax í mig og bað mig um að bjarga honum með því að prufa að hafa hann í einn sólarhring.

Hann er blanda af border collie og papillon en með lookið frá collie og stærðina frá papillon. :)

Þetta er mjög ljúfur hundur og endalaus leikur í honum. Hann á það til að pissa og kúka inni en það hafa ekki orðið nein slys ennþá.

Ég átti að hafa hann þar til á morgun í prufu, en ég ætla klárlega að halda honum! Hann eltir mann út um allt og er mjög hlýðin, vandamálið er að hann geltir rosalega á ókunnuga og þegar einhver labbar inn en það er taugaveiklun útaf ofbeldinu... Litla skinnið átti það svo ekki skilið enda yndislegur í alla staði! :wub:

Ég kem með mynd af honum sem fyrst, ég skyldi myndavélina eftir á nýja staðnum. :)
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Gott hjá þér að bjarga greyinu, ansi áhugaverð blanda.. hlakka til að sjá mynd af honum
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Hér koma myndir af honum :)

Image

Image
Post Reply