Clown barb með opinn munn

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
mahalo
Posts: 28
Joined: 27 Jun 2008, 14:28

Clown barb með opinn munn

Post by mahalo »

Ég er enginn sérfræðingur í svona fiskamálum en er búin að eiga 2 stk clown barb í nokkra daga og í morgun var annar þeirra alveg kyrr og með galopinn munninn, hreyfist ekki !

Hvað gæti þetta verið ?




sé núna að ég átti náttúrulega að setja þetta í Aðstoð, sorry !
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

sérðu eitthvað upp í honum? eitthvað hvítt?
hvíta bletti í kringum hausinn?
Andar hann hratt?

það gæti verið að hann sé að fá mouth fungus.
það er allavega það sem mér dettur í hug.
Nafnið getur verið svolítið villandi, því að
þetta er í raun baktería.
heitir Flexibacter columnaris á ensku.

það myndast hvítur, bómullarkenndur hnoðri upp í fiskunum
og jafnvel í kringum varirnar.
Örsökin er yfirleitt lélegt vatn, einhæft fæði og stress.
Mjög smitandi!
Ef þetta er Mouth fungus þá er eiginlega eina ráðið að farga fisknum,
nema þú sért með sjúkrabúr.

Taktu fiskinn strax úr búrinu, skiptu um 50-60% af vatni,
ryksugaðu botninn og settu salt í búrið (Kötlusalt)
(hvað er búrið stórt? )
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
mahalo
Posts: 28
Joined: 27 Jun 2008, 14:28

Post by mahalo »

Ég sé ekkert uppi í honum en var einmitt að hugsa í að mér finnst vera svona hvítt aðeins á "nefinu" - það er mjög líklegast þetta, hann var alveg brjál þegar ég fékk hann og synti eins og ég veit ekki hvað en það er í lagi með hinn. Búin að setja hann í annað búr.

Er með 90L búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

mátt samt ekki panikka yfir þessu sem ég skrifaði áðan :)
ég er bara að giska á þessa sjúkdómsgreiningu.
Hef bara séð þetta áður.
Og það fyrsta sem ég tók eftir var opinn munnur,
eins og hann gæti ekki lokað honum,
fiskurinn gat ekki borðað og hann hélt sig til hlés á matartímum.
Og síðan byrjaði að myndast hvítur hnoðri upp í fisknum.

ef það eru ekki plöntur í búrinu, þá er fínt að demba tveim lúkum af salti í búrið
(ein matsk. á hverja 5-10 lítra)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
mahalo
Posts: 28
Joined: 27 Jun 2008, 14:28

Post by mahalo »

Jæja hann var dauður í morgun :?
Post Reply