Það myndast alltaf græn slímklessa i lokinu hjá mér, sem sagt á ljósinu...
er búin að þurrka þetta alltaf í burtu, en svo kemur þetta alltaf aftur tveim vikum seinna, var bara að pæla í hvort þetta væru þörungar eða eitthvað annað??
en líka er að myndast þörungar á blómapottunum í fiskabúrinu, finnst þetta svoldið flott en var að pæla hvort það væri skaðlegt fyrir fiskana??
Ætti ekki að vera það. Það er brúni þörungurinn (kallast rauðþörungur) sem er skaðlegur í miklu magni. Það er fínt að hafa þennan græna, gott snakk fyrir sumar tegundir hehe.