Týnd ancistra !

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
mahalo
Posts: 28
Joined: 27 Jun 2008, 14:28

Týnd ancistra !

Post by mahalo »

Var með ancistru í 90L búri en hún hreinlega hvarf ! Er bara með smáfiska, sverðdraga, gúbbí, bardagafisk og einn barba. Ég leitaði alls staðar, skoðaði alla dæluna að innan, er með rót í búrinu og tók hana upp, alls staðar í gróðrinum.. hún er hvergi !

Dettur ykkur í hug hvað hefur orðið um hana ? Ekki hafa hinir fiskarnir étið hana ?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hún hlýtur að hafa dáið og fiskarnir borðað leifarnar.
dauðir fiskar eru fljótir að hverfa í fiskabúrum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
mahalo
Posts: 28
Joined: 27 Jun 2008, 14:28

Post by mahalo »

Elma wrote:hún hlýtur að hafa dáið og fiskarnir borðað leifarnar.
dauðir fiskar eru fljótir að hverfa í fiskabúrum.
Já ætli það ekki, ég sá hana um kvöldið áður en ég fór að sofa og svo bara aldrei aftur.. hélt ég myndi sjá allavega beinagrind eða eitthvað :?
spawn
Posts: 131
Joined: 27 Sep 2008, 18:00
Location: Vesturland undir Grábrók

Post by spawn »

hvað er langt síðan að hún hvarf?? ég var með ancistru sem að hvarf og hætti að fóðra hana, samt var ég alltaf að leita af beinagarði af henni en fann hana ekki og nokkrum vikum síðar þá fann ég hana undir hornleðslu sem ég var með í búrnu feita og pattaralega
Ef ég banka á hurðina þína þá er það ekki að ástæðulausu
mahalo
Posts: 28
Joined: 27 Jun 2008, 14:28

Post by mahalo »

spawn wrote:hvað er langt síðan að hún hvarf?? ég var með ancistru sem að hvarf og hætti að fóðra hana, samt var ég alltaf að leita af beinagarði af henni en fann hana ekki og nokkrum vikum síðar þá fann ég hana undir hornleðslu sem ég var með í búrnu feita og pattaralega
Þetta er þriðji dagurinn sem ég hef ekki séð hana
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

var hún stór ?

hef tínt svona litlum ancistrum ,fann einusinni eina inn í dæluni í góðum filing ætlaði aldrei að ná henni út :?

kv
ellixx
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
mahalo
Posts: 28
Joined: 27 Jun 2008, 14:28

Post by mahalo »

ellixx wrote:var hún stór ?

hef tínt svona litlum ancistrum ,fann einusinni eina inn í dæluni í góðum filing ætlaði aldrei að ná henni út :?

kv
ellixx
Nei svona um 4cm, vonandi kemur hún í ljós annars kaupir maður bara aðra
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

það er ekki stór beinagrind eftir 4cm ancistru.
og oftast mjög ervit að sja þær.
ertu búinn að skoða inn í dæluna?
þær troða sér á ótrúlegustu staði.

en ef þú fynnur ekkert þá er ég með nokkrar til sölu.
2,5-3cm sendu mér bara EP ef þú vilt.

kv
ellixx
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
mahalo
Posts: 28
Joined: 27 Jun 2008, 14:28

Post by mahalo »

Heyrðu vá eftir næstum viku birtist hún allt í einu í búrinu ! Gerði um 80% vatnsskipti í gær, kannski hafði það einhver áhrif.
Post Reply