Hjálp

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
EG-JAH
Posts: 21
Joined: 21 Oct 2010, 18:25
Location: Mosfellingur

Hjálp

Post by EG-JAH »

Halló


Ég og mamma mín ákváðum um daginn af fá okkur fiska. Við áttum eitt fiskabúr inní í bílskúr og græjuðum það að kvöldi þriðjudags 19.okt. Við létum þá Clean starter og erum nú búin að vera með það í 2 daga (nú er fimmtudagur 21 okt.) Hvað myndir þið segja að við þyrftum að hafa það lengi í viðbót án fisks og hvernig eru svona týpiskir byrjendafiskar sem þið mynduð mæla með fyrir okkur. Búrið okkar er um 60 Lítrar mamma átti fiska þegar hún var minni en ég veit svosem ekkert um fiska.


Kv.Ernir
Last edited by EG-JAH on 08 Nov 2010, 22:27, edited 1 time in total.
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

hef heirt af mönnum sem hafa látið búrinn standa allt að 3 vikur en það er kanski svoldið extrime ,bíða í svona 4-6 daga og velja svo harðgerða fiska birja á nokkrum og bæta svo fleirum við seinna.

er ekkert súber fróður um þetta ,vona að aðrir spjallverjar tjái sig um þetta.

kveðja
ellixx
ps. sé að þú ert nýr hérna inni ,það er sér staður hér inni sem heitir AÐSTOÐ ,gott að nota þann stað fyrir hjálp. :wink:
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég myndi ekkert vera að bíða lengur. Bara bæta einum fisk við fyrst og svo bæta kannski meira eftir 1-2 vikur osfrv. Bara gera þetta í rólegheitum fyrstu 4-6 vikurnar. Það er hundleiðinlegt að vera með búr með engum fiskum, þannig að það er fínt að setja eitthvað spennandi í búrið strax. Bara mikilvægt að setja ekki mikið, og að fylgjast vel með og vera á tánum með vatnsskipti (kannski 20% 2x í viku til að byrja með).

Gefa lítið líka - fiskar þurfa ótrúlega lítinn mat :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Er dælan og hitarinn búin að vera í sambandi þessa tvo daga?
er búið að innrétta búrið?
myndi skoða fiska sem henta í þessa búrstærð áður en þeir eru keyptir.

:wink:

getur prófað að skoða þessa síðu www.fiskabur.is

allt í lagi að byrja að setja fiska í búrið núna, en bara setja fáa í einu.
2-3 fyrst kannski og svo skipta um 30% vatn eftir viku.
Bíða í eina viku og setja 1-3 fiska í viðbót og skipta aftur um vatn eftir c.a viku.
Myndi heldur ekki hafa of marga í búrinu. 10-15 smáfiskar er fínt.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
EG-JAH
Posts: 21
Joined: 21 Oct 2010, 18:25
Location: Mosfellingur

Post by EG-JAH »

Takk kærlega fyrir þetta. Ég er nú búinn að kaupa mér gúbbýa. Einn karlkyns og tvær kvenkyns. En vitið þið hvernig maður hengur plakatið bakvið fiskabúrið.
Last edited by EG-JAH on 23 Oct 2010, 00:16, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Plakatið er límt utan á glerið td. með glæru límbandi.
Post Reply