Liturinn er að hverfa af Tetru.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Liturinn er að hverfa af Tetru.

Post by Elma »

er það eðlilegt að liturinn sé að hverfa?
Við erum með rummy nose tetrur, sem við höfum verið með lengi
og fyrir nokkrum nánuðum þá byrjaði liturinn á einni þeirra bókstaflega að hverfa af henni...

Image
búkurinn er sem sagt að verða hvítur, en var áður grár.
Núna er bara sporðurinn grár.
Einhverjar hugmyndir?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Hefirðu hugmynd um aldur fisksins, hvað ertu búin að eiga hana/ þær lengi?.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ætli tetrurnar séu ekki keyptar 2006 eða 2007.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Stress ?, hvaða fiskar eru í búrinu ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Efast um að þetta sé út af stressi.
Þetta er búið að vara í nokkra mánuði og liturinn byrjaði að hverfa við hausinn og smám saman verið að færa sig aftar.

Erum með hóp af tetrum (rummy nose) í 240L gróður búri.
Aðrir íbúar eru sverðdragarar og splash tetrur.
Enginn önnur tetra er svona.
Þessi er hress, borðar og hegðar sér eðlilega.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Eitthvað gæti verið að angra hana reyndar, miðað við það sem ég hef lesið, en eins vel og þú ferð með fiskana þína og sérð um þá, þá efa ég að þetta séu vatnsgæði.

"This is a distinctive looking little tetra with black and white "checkerboard" markings on its tail and a bright red nose, for which it is named. The red nose is actually the best indication of the fish's health and well-being--when it is feeling ill at ease or not in tiptop shape (for example, when first introduced to the tank), this red will fade to a dull pink, barely distinguishable from its unremarkable gray body color. "
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

á þetta ekki við um rummy nose, þessi texti?

Allavega þá er þessi sem er að missa (gráa) litinn, með fallegasta rauða hausinn af öllum tetrunum.

En við erum ekkert að stressa okkur yfir þessu, bara að spá og spöglera.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Jú, textinn fjallar um Rummy nose.. Ég misskildi eitthvað þegar ég var að lesa innleggið hjá þér, hélt að rauði liturinn væri að dofna, afsakaðu misskilninginn. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hérna er ný mynd til þess að pæla í :P

Image

tetran er orðin alveg hvít, nema hausinn er enn fagurrauður :-)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Já, svolítið spes.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Hún virðist nú í fínu standi
þær eru líka ræktaðar í þessum lit
voru til í kóp
Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Ef þær hafa verið ræktaðar í þessum lit, eru þær þá ekki hvítar frá upphafi? Rauði liturinn er meiri hjá þessari hjá Elmu, er það kannski vegna aldursmunar (eldri hjá henni Elmu, en ungfiskur á þinni mynd?) Finnst það furðulegt að fiskur breyti svona allt í einu um lit.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

rauði liturinn fylgir vatnsgæðum og fyrirmyndabúrum
mín mynd er tekin í búð og þar er sjaldgæft að þeir séu mikið rauðir enda sölubúr ekki mikið innréttuð og oft mikið stress
ég veit svo sem ekkert um þennan ljósa lit en eflaust gæti google frændi vitað eitthvað
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Hérna eru myndir til þess að pæla í en þessi tetra kemur stöðugt á óvart.

Image
hún er aftur að fá gráa litinn á búkinn :P

Image


verðið að fyrirgefa myndgæðin, ég nennti ekki að vanda mig :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply