Lýsing í 120 l búri?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Orientalis
Posts: 40
Joined: 19 Oct 2010, 19:45
Location: Gamli Vesturbærinn

Lýsing í 120 l búri?

Post by Orientalis »

Ég er með 120l búr og í lokinu eru 2 perur, Sylvania Standars F18W / 154 - T8 DAYLIGHT og EXO-TERRA T8 Repti-Glo 5.0 UVB 24" / 58,98cm 20W og langar að skipta yfir í T5.

Hvar fær maður T5 búnað ef ég ætla að skipta yfir?
Last edited by Orientalis on 01 Feb 2011, 16:07, edited 1 time in total.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

Flúrlampar Hafnarfirði eru með ballestar og allt í svona, taka líka að sér að útbúa svona í fiskabúra lok.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

4x perur væri mjög mikil birta - þú þyrftir líklega að vera með co2 og mikla,
rétta næringargjöf til að halda þörung í skefjum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Orientalis
Posts: 40
Joined: 19 Oct 2010, 19:45
Location: Gamli Vesturbærinn

Post by Orientalis »

Ég er að gefa þeim næringu í vökvaformi eins og er, en hvernig setur maður koltvíoxíð út í vatnið?

Hvað haldið þið að ég þurfi margar 24W T5 perur í lokið án þess að lenda í vændræðum með þörungana? 2? 3?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Myndi setja 2, max 3 T5 í þetta, Co2 er vanarlega komið í búrið með því að vera með Co2 þrýsti hylki, þrýstijafnara og svo Co2 reactor/diffuser sem leysir gasið út í vatnið

Er til eitt svoleiðis sett í dýralíf sem er frekar veglegt, keypti annað þeirra en nota það þó ekki í fiskabúrið :P, svo getur þú líka reynt að googla "DIY Co2 Reactor"
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

2 perur er feykinóg held ég.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Þú getur líka notað fljótandi kolefni.
2l brúsi af slíku kostar um 11.000 kr.
Í 120l vel plantað gróðurbúr myndi duga að setja um 1.25ml daglega.
Getur kíkt á það hér fyrir neðan.
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=7090
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Ef þú ætlar að hafa 4 stk T5 perur, þá er ágætt að hafa í huga að þær hitna ansi mikið. Þannig að ef lokið er þétt og perurnar nálægt yfirborðinu þá getur vatnið ofhitnað. Ég lenti í þessu þegar ég bætti við tveimur T5 perum í 240L Juwel búr. Hitinn fór í 31°C og sumar plöntutegundir þoldu það ekki. Ég þurfti að setja viftu undir lokið til að lækka hitann í búrinu.
Post Reply