CO2 búnaður?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Orientalis
Posts: 40
Joined: 19 Oct 2010, 19:45
Location: Gamli Vesturbærinn

CO2 búnaður?

Post by Orientalis »

Ég var að ljúka við að setja 3 x 24W T5 í búrið hjá mér og þá var mér sagt að gott væri að auka CO2c magn í vatninu til að tryggja góðan vöxt. Ég hef rekist á margar útfærslur af þessu en hver haldið þið að sé þægilegust í notkun?

Og hvernig virkar búnaðurinn sem menn tengja CO2 þrýstikúta við?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Minnsta vesenið er auðvitað að hafa þrýsti kút og allt sem fylgir því

en hann er í dýr og allur búnaðurinn í kringum hann, held að fyrsta skrefið sé að finna út hvað þú ert tilbúinn að eyða miklum pening í þetta verkefni og hvort þú vilt kaupa búnað eða útbúa sjálfur
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Að setja upp gott kolsýrukerfi er nánast nauðsynlegt þegar lýsingin er orðin góð, annars máttu eiga von á því að lenda í vandræðum með þörunga.

sjá hér, http://rexgrigg.com/regset.html
Orientalis
Posts: 40
Joined: 19 Oct 2010, 19:45
Location: Gamli Vesturbærinn

Post by Orientalis »

Takk fyrir upplýsingarnar, ég fann þetta myndskeið á YouTube og ég hugsa að ég fari í framkvæmdir um leið og mér gefst tími til þess.

En hvað haldið þið að svona kerfi kosti ef ég smíða það sjálfur?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þrýstijafnari er að kosta í kringum 10.000 hjá gas tec höfða, segul loki eitthvað svipað minnir mig, svo væri hægt að útbúa loftbólu teljara úr eitthverju
Kv. Jökull
Dyralif.is
Orientalis
Posts: 40
Joined: 19 Oct 2010, 19:45
Location: Gamli Vesturbærinn

Post by Orientalis »

Ég var að skoða umræður hérna á spjallinu og notendur eru að nefna tölur allt upp í 45.000 fyrir einn kút! Stenst það virkilega?
Last edited by Orientalis on 01 Feb 2011, 16:05, edited 1 time in total.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þeir eru mjög dýrir og oft stórir og klunnalegir, hef heyrt um að það sé hægt að nota kút af slökvitæki, þarf bara að skipta um krana
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég held að það sé hægt að fá 2kg kút á www.kolsyra.is á eitthvað á milli 15-20 þús nýjan.
Post Reply