Alveg græn

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Zorro
Posts: 9
Joined: 29 Oct 2010, 22:50

Alveg græn

Post by Zorro »

Sko ég veit ekki neitt um fiska hehe en ég fékk mér samt einn fisk um daginn og ég veit bókstaflega ekkert um hann nema mér finnst hann mjög flottur :). Er einhver hér sem er svo fróður að geta frætt mig um þennann fisk af mynd ?? ég væri mjög þakklát fyrir það :) mig langar að fræðast um hann, er þetta ekki bara svona típískur gullfiskur eða?? er hægt að vita kyn??
þarf hann eitthvað sérstakt??
með fyrirfram þökk
Zorro
Image
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nokkuð typical slæðusporður, liturinn kallast calico.
Sennilega of ungur til að sjá kynið.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Þetta er ekki venjulegur venjulegur gullfiskur, þeir eru lengri og mjórri, þessi kallast yfirleitt bara slör gullfiskur held ég. bara aðeins feitari, styttri, hægari og með lengri ugga.
Ekki hægt að segja til um kyn á gullfiskum nema þegar kemur að hrygningu, þá fá hængarnir hvítar bólur við tálknin (ef ég man rétt, annars verð ég bara leiðréttur).

Hann þarf svosem ekkert sérstakt nema það sem allir fiskar þurfa, mat, rúmgott búr og regluleg vatnsskipti.
Hvernig búr ertu með fyrir hann og veistu hvernig á að halda því við?

Til hamingju með fiskinn annars, vonandi bara byrjunin á fiskaáhuganum :)
-Andri
695-4495

Image
Zorro
Posts: 9
Joined: 29 Oct 2010, 22:50

Post by Zorro »

Takk kærlega fyrir frábær svör :)
í augnablikinu er hann bara í frekar lítilli kúlu en er að vinna í því
að fá mér almennilegt ferkantað búr sirka 10l
en hann er bara með svona skraut sand í botninum ekkert annað,
þarf að hafa eitthvað meira hjá honum???
ég skipti reglulega um vatn hjá honum og þríf búrið vel.
Og er í lagi að setja annann eins með honum kanski seinna??? ef mig langar í annann :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Hvernig þrífuru búrið?
Honum á örugglega eftir að líða betur í allavega 30L.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

Kúlan gengur hjá þér í svona 6-8 mánuði hámark, en honum liði mun betur í stærra búri og þegar að því kemur að þú færð þér stærra búr er allveg lágmark að hafa það 60L. varðandi hversu marga þú getur haft í kúluni! því fleiri sem þú ert með því styttra er þangað til þú þarft stærra búr.
Zorro
Posts: 9
Joined: 29 Oct 2010, 22:50

Post by Zorro »

alltí lagi takk fyrir þetta :)
ég fer þá og finn mér aðeins stærra búr.

Elma, ég þríf búrið þannig að ég tek bara alla steinana úr og set í sigti
og læt renna vatn á og skrúbba með bursta. Og svo skrúbba ég skálina líka tek hana svo og þurrka vel, set svo bara aftur vatn í hana og steinana.
Zorro er bara í stórri skál á meðan :)
Er þetta ekki alltí lagi ??
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

Það er enginn þörf á að gera þetta. betra er að skipta bara um svona cirka 50% vatn og ryksuga svo mölina svona á 1-2 mánaða fresti

svo er bara að googla hvernig á að ryksuga mölina
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ef þú ert að tæma búrið og hreinsa alveg ertu að drepa flóruna, getur kannski rennt yfir þetta til að skila það betur:
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=7003
-Andri
695-4495

Image
Zorro
Posts: 9
Joined: 29 Oct 2010, 22:50

Post by Zorro »

haha úps, þarf að endurskoða þetta aðeins...
takk fyrir :D
Post Reply