125L Búrið og Parchanna Obscura.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

125L Búrið og Parchanna Obscura.

Post by Gremlin »

Sæl öll ég ákvað að deila með ykkur smá sögu og myndum af gersemenni minni Parachanna Obscura en hún á 125l búr bara fyrir sig en þann 11 Júlí keypti ég tvær vinkonur í Dýraríkinu þann 11 Júlí 2010 og þeirra fyrstu heimkynni voru 180L Juwel Rio með Bricardi og 2 Brúskum en mánuði seinna festi ég kaup á 125L gömlu búri sem hentaði ágætlega fyrir þær tvær svoa til að byrja með en upphafið var brösulegt og erfitt enda vildu vinkonurnar eingöngi taka við lifandi fóðri og það setti strik í reikninginn en það var reynt að gefa rækjur og margt annað en allt om fyrir ekki en ég fékk þá Convict seiði og Jaguar seiði og gat fiskað það upp daglega og þær borðuðu á sig gat í heila viku og ég keypti svo 6 Neon Tetrur svona inn á milli en þa' var auðséð að önnur Channan stækkaði örar en hin og hin smá saman verslaðist upp og hélt sig í felum og át minna og þá prufaði ég að svelta þær í 3-4 daga og þá tók sú stærri við sér og komst á bragðið með að taka við rækju. Nokkru seinna þá var hin Channan svo horuð að sú stærri gerði hana að aðalrétti sínum og lá á meltunni næstu 3 daga og þá tók hún við sér og gat ég loksisn gefið henni fiskafóður ( TetraCichlid Shrimp Sticks ) sem hún er æst í og borðar á sig gat á hverjum degi en það er passað upp á að hún borði ekki of mikið og aðeins gefið einu sinni á dag og stækkar hæght en líður vel.
Image


Komnar heim og eru nýkomnar ofaní 180L búrið í pokanum.
[/img]Image

14/7/2010. Byrjaðar að sýna sig meira en ég sá þær lítið fyrstu daganna.
Image


4/9/2010. Komnar yfir í 125L búrið og sú minni faldi sig en sú stærri í myndafæri en myndatökumaður ekki sá besti með vélina.
Image

17/9/2010. Sú stærri miklu sýnilegri og meira á stjá og sú minni aðeins byrjuð að sýna sig á seinni myndinni.
[/img] Image

Image

30/10/2010. Jæja mím orðin ein eftir að hafa gert hina að máltíð og er þarna að klára að snæða TetraCiclid Shrimp Sticks.
[/img] Image

Image

[/img] Image

Image

Vonandi hafið þið haft gaman af þessari sögu með myndum og framtíðarplönin eru að taka búrið og smíða á það betra lok og festa kaup á tunnudælu fyrir búrið og smíða svo veglegan skáp undur þetta allt saman og gróðurstetja aðeins í búrið og kaupa fallega rót og svo þegar Channan nær 15-18cm þá fær hún að deila búri með Jaguar parinu mínu ásmat Convict pari og Sorubim Lima Shovelnose en þangað til fær hún að svamla í 125L sem eru 122cm á Lengd 35 á hæð og 30 á breidd þannig að hún ætti að hafa það ágætt fram að þeim tíma að hún slagi í 17cm.[/img]
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

gaman að þessu, þetta eru skemmtilegir og flottir fiskar.

þarftu ekkert að fara að losa þig við Jaguar kerluna? :mrgreen:
-Andri
695-4495

Image
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Hehehe ég myndi nú sjá rosalega eftir henni :cry: Held ekki allaveganna ekki í bili. Annar sá ég að þeir í Fiskó voru komnir með nokkra fallega Dovii :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Gremlin wrote:Hehehe ég myndi nú sjá rosalega eftir henni :cry: Held ekki allaveganna ekki í bili. Annar sá ég að þeir í Fiskó voru komnir með nokkra fallega Dovii :D
Hvenær sástu það?
Þeir eiga enga dovii og hafa ekki átt undanfarið. :(
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

Flottur fiskur :)
:)
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Ég var nú bara núna síðast þara hjá þeim í dag og þarna í Síkliðu rekkanum þá voru allaveganna 2-3 litlir gulir gemlingar merktir sem Dovii en það geta svo sem verið Jagúar ég ætla ekki að þræta við þig um það enda var mér seldur annar Jagúarinn sem Dovii sem var svo Jagúar eftir allt saman. Ég hefði kannski bara átt að taka með mér myndavélina og smella nokkrum myndum af þeim. En það eru allaveganna nokkrir ungfiskar þarna merktir sem Dovii á 1790 krónur.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já ok, ég kíkti einmitt áðan og spurði um þetta en hann kannaðist ekkert við að eiga dovii, spurning hvort þetta hafi verið gamall miði, annars þarf ég að kíkja aftur :)
-Andri
695-4495

Image
Post Reply