Ekki er hann fríður greyið.
Hvernig gengur honum að éta ?
Mér sýnist þetta reyndar vera eitthvað meira en bardagameiðsl, hann virðist allur eitthvað asnalegur í laginu.
Mér hefur nú ekki fundist hann vera asnalegur í laginu. Bara andlitið er alveg hrikalegt og tálknin öðru megin eru ekki eins og þau eiga að vera. Restin er ekki fullkominn en mér finnst það vera meira eins og fólk er mishávaxið og breitt.
Að borða er soldið bras. Ég þarf að brjóta töflurnar í tvennt og svo tekur hann sinn tíma í þetta. Þess vegna eru smáfiskar með honum sem ná ekki að éta matinn frá honum.
Hef oft hugsað það að lóga honum. En það sem hefur stoppað mig í því er að hann sýnir svo góða liti og vil ég þá meina að hann þjáist ekki.
magona wrote:Mér hefur nú ekki fundist hann vera asnalegur í laginu. Bara andlitið er alveg hrikalegt og tálknin öðru megin eru ekki eins og þau eiga að vera. Restin er ekki fullkominn en mér finnst það vera meira eins og fólk er mishávaxið og breitt.
Það er ekki alveg hægt að líkja því við hvernig fólk er misstórt
Fiskar (og önnur dýr) eiga að sýna einkenni sinnar tegundar, fiskar geta svosem alveg verið misstórir og feitir en þetta er bara vansköpun.
Væri meira hægt að líkja þessu við fólk sem væri vanskapað.
Hann virðist þó alveg hafa verið eðlilegur fyrir slysið.
Hérna sést aðeins hvernig "venjulegur" óskar er í laginu á móti þinum:
Ekki að hann sé eitthvað verri fyrir vikið, bara sýna þér að þetta er ekki bara kjafturinn.
En stálull rispar ekki (nema það sé t.d. sandur í henni)