og er að velta því fyrir mér hvernig ég fer að þessu þannig að fiskunum líði sem best.. Mig langar pínu að "rækta" þessa síkliðu og ég ætla að koma með nokkrar spurningar..
Hversu marga fiska ætti ég að byrja með svo þeim líði vel?
Hversu margar kvk er best að hafa á hvern kk?
Þeir eru munnklekjarar, right?
Er nauðsynlegt að taka hrognin úr kerlunum?
Þarf ég að hafa annað búr fyrir seiði eða geta þau alveg komist af lifandi ef ég er með nóg að felustöðum?
Er 60 ltr búr nóg fyrir seiðin til að alast upp í?
Hvenær eru seiðin söluhæf? 3-4cm?
Hvernig plöntur get ég haft hjá þeim sem þurfa ekki eitthvað massíft gott ljós og co2 system?
Afsakið spurningaflóðið.. Ég vil bara vera viss um að ég sé að gera þetta rétt

Með fyrirfram þökk og knús
