Niðurbrot

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Niðurbrot

Post by Atli »

Ég var að velta fyrir mér hvernig það er þegar "kúkur" og matarleifar í fiskabúrum brotnar ekki niður í mölina. Ég er með fína steina sem mætti nánast kalla möl en þetta er 1-3 mm steinar. Ég tók eftir því í 500L búri sem ég var með einu sinni að ég var með gróðurmöl frá Aquastabil og munur inn á þessum 'jarðvegi' er að gróðurmölinn var holótt og innihélt eitthvað að náttúrulegum næringarefnum eins og sink, járn og kalsíum og eitthvað þvíumlíkt.

Ég er hættur að vinna með svona ryksugu til að sjúga skít og annað úr botninum vegna uppsetningarinnar í búrinu og því ég hélt að þetta gerði flórunni bara gott í búrinu.

Hefur einhver um þetta mál að segja eða er ég bara svona 'óheppinn'?
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skítur hefur þannig lagað ekkert með flóruna að gera, því miður virðast sumir telja að skítur og bakteríuflóra sé sami hluturinn en það er fjarri lagi. Það að ryksuga botninn hefur bara góð áhrif á flóruna því bakterían lifir ekki í skít heldur á yfirborði steinana í botninum.
Til að losna við sjáanlegasn skít verður þú að ryksuga botninn eða róta aðeins í mölinni við vatnskipti.
Best er að ryksuga í kringum steina og annað í búrinu þar sem hægt er að komast með góðu móti.
Post Reply