Þakka ég gott ástand í búrinu styttri ljósatíma og hóflegri fóðrun.

Búrið við gluggan.
Einnig er í stofunni 240 l búr, á það búr skín ekki dagsbirta. Vanalega loguðu ljósin þar í um 10 klst. Gróðurinn þar dafnar vel og vex ótrúlega og skítur rótarskotum um allt búr, smávægilegur þörungur kom á framgler og fer aðeins í taugarnar á mér.
Ég stytti ljósatíman þar niður í 7 klst. og ástandið er allt annað, engin þörungur kemur á framglerið en plönturnar líta engu að síður vel út þó vöxturinn hafi minnkað og nánast ekkert sé um rótarskot.

240 l búrið.
Í eldhúsinu er 110 l gróðurbúr og það er á bjartasta stað í húsinu, ljósin þar loga í 12 klst , frá hádegi til miðnættis, þarátt fyrir mikla lýsingu og dagsbirtu er enginn óæskilegur þörungur í búrinu og þakka ég það plöntunum, góðu jafnvægi og hóflegri fóðurgjöf.

Gróðurbúrið.
Gaman væri að heyra frá mannskapnum hvernig ljósatíma osf. er háttað og hvort einhver vandamál varðandi þörung séu til staðar.