Starfsfólkinu fannst hafa svo góð áhrif á börnin að hafa búrið að þau óskuðu nýverið eftir aðstoð foreldra við að koma upp nýju búri. Það væri alltaf hægt að fara með einhvern leiðann eða grátandi að skoða fisk

Sem fiskaáhugamanni og meðlimi í foreldrafélaginu rann mér auðvitað blóð til skyldunnar að útvega búr snarlega. Það var því sannarlega heppilegt að Vargur, einn umsjónarmaður fiskaspjall.is og eigandi vefverslunarinnar www.petshop.is er umhugað um framtíð þessa lands

Ég geri ráð fyrir að búrið fari upp strax eftir helgi. Ég kem auðvitað með myndir af því.
En á eftir að velja íbúa í búrið. Í búrinu sem var fyrir voru nokkrir gullfiskar og ancistra. Það er í sjálfu sér ágætt val fyrir fiskabúr á deild minnstu barnanna (1,5 - 2,5 ára). Gullfiskar eru litríkir og gjarnir á að koma þegar einhver kemur að búrinu.
Ýmislegt annað kemur líka til greina. Kannski er réttast að fara ekki of geyst í að bæta í búrið, byrja á einhverri lítilli torfu af tetrum, bæta svo einhverjum aðeins stærri fiskum með síðar sem gætu skorið sig svolítið úr og auðvelt er að skoða. Skallar?
Einhverjar ábendingar eða hugmyndir? EInhverjir sem hafa reynslu af því að reka búr í leikskóla?