myndi byrja á því að fá stærra búr fyrst
100L búr er allt of lítið fyrir stórar síklíður. (15cm og upp úr)
Jack Dempsey, þarf t.d um og yfir 170L og jafnvel stærra ef aðrir fiskar eru hafðir með,
geta orðið aðgangsharðir og jafnvel drepið fiska í sömu stærð og þeir eru og jafnvel stærri fiska,
en ég hef haft þá í búri, án vandræða með minni fiskum, en mæli ekki með því.
100L búr er ágætt fyrir t.d síklíðu par (í minni kanntinum) og eina til tvær ancistrur, ekki meira en það.
100 lítrar eru tilvalið fyrir t.d Convict par eða regnbogasíklíðupar eða Demantasíklíðupar.
en ef þu vilt fleiri fiska, í stærri kantinum, þá þyrftiru stærra búr.
skoðaðu þessa síðu
www.fiskabur.is
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... lokkar.htm
en ef þú ert að leita að fallegri síklíðu, og ert ekki með stærra búr en þetta,
þá mæli ég með regnbogasíklíðu,
þær verða ekki nema 10cm,
geta verið með minni fiskum í búri, þar sem þær eru taldar frekar friðsamar,
en mæli með fiskum eins og börbum og öðrum hraðsyndum fiskum.
Alls ekki guppy eða bardagafisk.