Verðandi gróðurbúr Hrafnhildar!

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Verðandi gróðurbúr Hrafnhildar!

Post by Hrafnhildur »

jæja ætti að vera í réttum flokki, þó svo það verði slatti af fiskum þá verður líka mikið af gróðri( eða ef ég næ að halda honum lifandi). Búrið er 70 lítra, með einu perustæði svo ég verð að hafa frekar auðveldar plöntur. Ætla svo á morgun að versla gróður peru til að skipta hinni út.
Fiskarnir sem eru í búrinu eru:
6x venusarfiskar, 4 kk og 2 kvk, ætla að bæta svo fjórum við
4xhvítir molly, 1kk og 3 kvk
3xkeilubletta barbar, ætla að hafa þá 5
2xIriatherina werneri, langar svo í fleiri svoleiðis
Ætla ekki einu sinni að reyna að nefna nöfnin á plöntunum, því ég hef ekki grænan, megið endilega segja mér nöfnin ef þið vitið þau! :)

Image

held að það þurfi varla að taka fram að ég kann svo sannarlega ekki að taka myndir af fiskabúrum....
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þetta er bara fínasta búr hjá þér :wink:
flott uppsetning.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

uppsetningin er svona lala, enda búrið frekar ný upp sett, dreifði líka vel úr plöntunum til þess að þær fengju sem mest af ljósi á sig. Engar hugmyndir um plöntu tegundinnar?
Var líka mikið að spá í hvort ég ætti að setja einhverja gróður næringu út í búrið? og kannski líka hversu mikið af fiskum ég get bætt við? langar nefnilega svolítið í fleiri dverg regnboga fiska tegundir :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ef þetta væri búrið mitt, þá myndi ég bara hafa í því annað hvort dvergregnboga (1 eða tvær tegundir)
eða eina dverg regnbogategund og svo venusarfiskana eða keilublettabarbana.

hafa þetta algjört smáfiskabúr :wink:

þú ert allavega með smá vallisneria nana.. sé hinar ekki nógu vel...
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

ég er mjög hrifin af venusar fiskunum, þannig að þeir verða frekar fleiri en færri. Já vissi að það var einhver valisneria( ekki viss með stafsetninguna) java mosa á einum steini og svo fjórar aðrar plöntu tegundir. Finnst svo flott að hafa hvíta molly á móti svörtum sandinum. Langar kannski til að skipta þeim út fyrir eins og einn fiðrildafisk, gengi það eða verður hann of stór?
Er held ég haldin valkvíða :S

Ætla svo að bæta við rót og festa á hana anabus( ekki viss hvernig skrifað)

Edit: var að pæla, væri sniðugt að setja spegil á peruna til að auka ljósið?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Spegill er fín hugmynd, þá fer aðeins minna ljós til spillis.

Hvernig ljós er í búrinu?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

jæja ég keypti gróður peru áðan og skellti henni í. Mikið fallegri birtan og litirnir í fiskunum mögnuðust upp til muna:) ætla að sjá hvort þetta sé ekki nóg, annars bæti ég spegli við.
Fékk mér líka gróður næringu, á bara eftir að setja hana í.
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

held þú gætir ekki haft fiðrildafiskinn, hann borðar litlu dýrin.
Afríski fiðrildafiskurinn (Pantodon buchholzi) er flottur og afar sérstakur yfirborðsfiskur frá V-Afríku. Hann er uggastór eins og fiðrildi og mesti hoppari. Þetta er ránfiskur sem getur gleypt smærri fiska en er annars geðgóður. Hann vill helst vera í frekar grunnu gróðurbúri - 15-20 cm djúpu. Verður um 10 cm langur. Þarf góð vatnsskilyrði og er fremur hægvaxta.
kristinn.
-----------
215l
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

já en ég er bara að tala um allt annan fisk :)
er að tala um ramirezi, hélt að þeir væru kallaðir fiðrildafiskar :S
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Það eru fiðrildasíklíður :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

haha :P
kristinn.
-----------
215l
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

næsti bær við :) er samt að hugsa um að losa mig við hvítu molly fiskana, frekar viss um að þeir séu full áhugasamir um gróðurinn minn :S
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Dálítið erfitt að sjá nákvæmlega hvaða gróður þetta er.
Mér sýnist samt að plantan hægra megin við steininn sem er fyrir miðju búri, sú sem að Keilublettabarbarnir snúa hausnum að, sé Ludwigia Rebens.
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

jæja ein mynd, mikið rosalega er erfitt að taka mynd af svona litlum fiskum :? reyndar er ég ekki með mikla ljósmyndahæfileika...

Hérna er svona heildarmynd, finnst búrið allt annað eftir að ég setti nýju peruna :)

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Það er allavega þarna Hygrophila polysperma 'rose' (fremst til hægri)

það kemur með æfingunni, að taka myndir af litlum fiskum :wink:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

jæja gróðurinn leit nú ekkert alltof vel út í gær :S allavega fremstu plönturnar, héngu bara niður svo ég setti gróður næringu út í. Í dag eru þær búnar að reisa sig við aftur og ég er ekki frá því að ein aftasta plantan sé búin að stækka :D
Er mikið að spá í að losa mig við mollyana og rasborurnar og hafa bara venusarfiskana, regnbogana og bardaga hænginn.
Ætla svo að versla um helgina einhverja botnfiska. Eru corydoras ekki bara málið?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Corydoras eða ancistrur eru mjög heppilegar í svona búr.

Oft slappast plöntur upp þegar þær eru nýkomnar í búr, en lagast svo fljótlega seinna. Það gætu þó fullt af blöðum drepist og svona. Svo er líka spurning hvort þú sért með næga lýsingu, því sumar plöntur þurfa meiri en aðrar, og enn aðrar plöntur þurfa auka co2. Þú kemst allavega fljótlega að því :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

jæja núna er ég búin að bæta í og fækka. Eitthvað af nýjum plöntum komið, losaði mig við mollyana, fékk mér eina ankistru, 4 venusarfiska og 4 corydoras. Síðan keypti ég 4 kuhli ála( ekki alveg viss hvernig stafsett) þeir bara gjörsamlega hurfu eftir að ég setti þá ofaní! á ég að halda minningarathöfn strax eða gætu þeir verið þarna einhverstaðar?

Gróðurinn sprettur rosalega núna, virðist vera að ég geri eitthvað rétt :)
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Kuhli álana muntu ekki sjá oft, þeir grafa sig í mölina eða undir eitthvað og eru þar mestallann daginn.
Helst að sjá þá þegar ljósin slokkna þá fara þeir á stjá.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

ohhh ******* voru útum allt í búrinu í búðinni, langaði nú til að sjá þá stöku sinnum :/ er að vísu með svo fína möl að það er auðvelt fyrir þá að grafa sig niður, það er allavega gott fyrir plönturnar :)
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Þú munt nú alveg sjá þá eitthvað, sennilega munu þeir líka koma fram ef það er matur í boði
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég er með stakan kúlí (er á leiðinni að fá mér nokkra í viðbót) en ég sé hann alltaf,
hann er alltaf að bauka eitthvað í búrinu, mjög aktív.
hef átt nokkra og þeir eru alltaf á ferðinni,
hvort sem undirlagið er gróft eða fínt.
en þeir eru bestir nokkrir saman, mjög félagslyndir.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

Þeir eru fjórir, keypti einmitt nokkra þar sem ég vissi að þeir vilja vera nokkrir saman
edit: fann tvo kuhli ála :D ætla að bíða með að syrgja hina alveg strax...
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

ætla að koma með nýjan íbúalista:

10x venusarfiskar
4x kuhli álar
4x corydoras
1x ancistra
5x keilubletta barbar
2x dvergregnbogafiskar
1x rauður bardagahængur
3x gulir eplasniglar
held að ég bæti svo ekkert meira í, nema kannski einni ancistru í viðbót
Post Reply