Tættur gúbbí

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
mahalo
Posts: 28
Joined: 27 Jun 2008, 14:28

Tættur gúbbí

Post by mahalo »

Einhver í búrinu mínu ákvað að narta aðeins í nýja gúbbí karlinn minn, vex sporðurinn aftur ? Ef svo, hvað tekur það langan tíma ?

Önnur spurning, er með skala, gúbbí, sverðdraga, einn bardagakall og einn trúða barba - er ekki líklegast að þetta sé bardagakallinn sem nartaði ?
User avatar
davidge
Posts: 59
Joined: 01 Mar 2009, 14:59
Location: Hafnarfjörður

Post by davidge »

Barbinn er frekar líklegur , það gæti líka verið skallinn
Davíð Geirsson
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Skalarinn, sverðdragarinn og barbinn eru allir líklegir til að hafa nartað í gúbbíkarlinn, en já, sporðurinn vex aftur ef hann fær frið til þess.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Bardagakarlinn hefur líklega gert þetta.
slörmiklir fiskar eru oft fórnarlömb fiska sem finnast slör lostæti...
en slörið vex aftur.
hægfara, slörmiklir fiskar, t.d bardagafiskar og gubby karlar,
eiga ekki mjög vel saman, með öðrum fiskum sem eru nartarar,
einmitt út af þessu...
en Bardagafiskar narta/bíta í aðra fiska í flestum tilfellum.
þeir eru frekar grumpy :P
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
mahalo
Posts: 28
Joined: 27 Jun 2008, 14:28

Post by mahalo »

Elma wrote:Bardagakarlinn hefur líklega gert þetta.
slörmiklir fiskar eru oft fórnarlömb fiska sem finnast slör lostæti...
en slörið vex aftur.
hægfara, slörmiklir fiskar, t.d bardagafiskar og gubby karlar,
eiga ekki mjög vel saman, með öðrum fiskum sem eru nartarar,
einmitt út af þessu...
en Bardagafiskar narta/bíta í aðra fiska í flestum tilfellum.
þeir eru frekar grumpy :P
Já mig grunar helst bardagakallinn, hann er frekar þunglyndur og leiðinlegur greyið.. Hvað gerir maður nú við fiska sem maður vill ekki lengur ? Nenni ekki að hafa fisk sem nartar í gúbbí kallana mína :(
92L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

allavega ekki sturta honum niður,
reyndu frekar að redda þér litlu búri (20-30L) fyrir hann,
gefðu hann eða seldu hann.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply