HJÁLP - Bogið bak á kvk. guppý

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
EG-JAH
Posts: 21
Joined: 21 Oct 2010, 18:25
Location: Mosfellingur

HJÁLP - Bogið bak á kvk. guppý

Post by EG-JAH »

Ég á kvk. guppý sem er líklega að fara að hrygna, en er eitthvað veik:
Hún er með bogið bak, syndir lítið og heldur sig á botninum... Veit einhver hvað þetta er ? Hjálp ! Ég er mjög hræddur um að hún deyji innan nokkurra daga. :cry:
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Ég átti eina sem varð með bogið bak eftir got og var svoleiðis í nokkra daga áður en hún rétti úr sér aftur.
Hún lifði þónokkuð lengi eftir það og gaut oftar
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
EG-JAH
Posts: 21
Joined: 21 Oct 2010, 18:25
Location: Mosfellingur

Post by EG-JAH »

stebbi wrote:Ég átti eina sem varð með bogið bak eftir got og var svoleiðis í nokkra daga áður en hún rétti úr sér aftur.
Hún lifði þónokkuð lengi eftir það og gaut oftar

En hunsaði hún nokkuð matinn sinn og var alltaf á botninum ? (bara að spyrja)
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

ég hreinlega man ekki hvort hún hafi borðað mikið á meðan hún var svona en hún hélt sig meira til hlés allavegana
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

þær verða oft bognar þegar þær verða gamlar, voða lítið við þessu að gera.
endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt :)
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Ég átti einu sinni fyrir e-h árum gúbbíkerlu sem var svo boginn og með hálfgerða kryppu sem var ekki gömul, heldur svona illa gerð (var gotin hjá okkur). :lol: En ég neitaði að bróðir minn myndi taka hana og drepa svo eignaðist hún svona seiði, og á endanum var maður eiginlega bara með bogna gúbbí í búrinu :lol:

Gæti samt verið e-h að þinni, varð hún svona í búrinu hjá þér?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
EG-JAH
Posts: 21
Joined: 21 Oct 2010, 18:25
Location: Mosfellingur

Post by EG-JAH »

Gæti samt verið e-h að þinni, varð hún svona í búrinu hjá þér?[/quote]



Já hún varð svona í búrinu mínu, haldiði að ég þarf að skipta um vatn eða kaupa lyf eða láta hana bara deyja eða er hún kannski ekkert í hættu.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Sjálfsagt að skipta um vatn ef það er kominn tími á það en ég hugsa að engin lyf séu að fara að bjarga þessu.
Skalt bara sjá hvað gerist
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Venjulega hafa svona gúbbíkerlingar sem bogna hjá mér bara drepist á endanum, líklega með costiu eða eitthvað svoleiðis.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
eddi
Posts: 117
Joined: 17 Aug 2010, 00:15
Location: Álftanesi

Post by eddi »

þetta gerðist við kerlinguna mína, hún vildi ekkert borða og var alltaf á yfirborðinu og var sjúklega horuð en hún lést síðan. :cry:
Kv:Eddi
EG-JAH
Posts: 21
Joined: 21 Oct 2010, 18:25
Location: Mosfellingur

Post by EG-JAH »

Smá fréttir af fisknum hérna.

Kerlingin er núna búin að gjóta 9 seiðum (7 lifðu og kannski át hún eitthvað?) en ég er ekki viss hvort hún sé í lagi. Jafnvægið er ekki gott hjá henni og hún er líka með lítið rautt sár á hausnum (gæti það verið sýking?) en ég gæti líka hafa gert það óvart. Ég er búin að hafa hana í gotbúri, meira og minna, í viku og hef einnig verið að færa hana á milli búra (á nefnilega 2 búr) sem gæti hafa verið ruglandi og stressandi. Síðasta sólarhringin er hún búin að vera í einangrun í ca 1 L. búri með engri dælu né loftdælu. Hvað á ég að gera? Farga henni eða sjá hvað setur og hafa hana í aðalbúrinu með hinum fiskunum?? Ég sleppti henni þangað áðan og hún virkar fín fyrir utan það sem ég nefndi fyrst.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

myndi bara farga henni.
Það gerir henni engan greiða að hafa hana í 1.líters búri með engum búnaði.
Mjög ólíklegt að hún lagist eitthvað.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply