Red sebra seiða pælingar.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Red sebra seiða pælingar.

Post by Agnes Helga »

Smá pæling, var að strippa red sebra OB kerlu. Síðast þegar ég tók úr henni var svipað magn, en hlutfalleglega fleiri dökk seiði. Lýsast þau með tímanum og verða flekkótt eða er ég með blendinga á milli red sebra og t.d. mpanga? Eru frekar dökkleit núna enþá, en sum eru farin að lýsast en eru dökk samt og sum eru alveg gul/ljós. Núna er hlutfallslega fleiri ljós/gul og þessi sem eru dekkri, eru ekki nærri því eins dökk og hin voru á sínum tíma minnir mig. Ef það séu til kerlur og karlar af sömu tegund í búrinu, eru þá miklar líkur á að þau parist á milli tegunda?
Gef þeim alveg smá lengri tíma til að sjá hvernig þau koma út, hvort þau lýsist meira og verði flekkótt. Hún er eina sem er OB í búrinu, svo eru bara red sebra karlar og kerlur sem eru ekki flekkóttar.

Er með mpanga seiði, red sebra og yellow lab saman í búri.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef seiðin eru alveg dökk þá eru þetta blendingar en ef þú sérð flekkina í þeim þá eru þau líklega í lagi. OB kerla og venjulegur red zebra karl geta átt saman seiði í báðum litum.
Í búrum er ekki óalgengt að tegundir blandist þó bæði kyn séu í búrinu.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Finnst þau vera frekar heillituð, meira segja sum í brúnleitum tónum.

En þessi sem ég var að taka núna sem eru flekkótt eru allt öðruvísi en hin þegar þau voru minni, svona hreinni á litinn og minna svolítið á kribbaseiði á litinn.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply