Rekkinn er fyrir tvö tvískipt búr, samtals um 340L.
Hérna eru nokkrar myndir af því sem komið er:
2x 170L búr, ætla ekki að nota boruðu götin, þarf að loka þeim:

Efnið klárt

Verið að setja saman rammana:

Notaði 2cm spónarplötur undir búrin, full þykkt en átti þetta við hendina:



Samsettur, lét þó eftir þetta stálvinkla undir rammana til öryggis:

Málaður:

Gerði 16cm bil fyrir ofan hvort búr til að vinna í því.
Ljósin skrúfast svo upp í botninn á næstu plötu fyrir ofan búrin.
Á eftir að redda þunnu frauðplasti til að setja milli búrs og spónarplötu, plöturnar eru smá óslétta. Var búinn að skera út þykkan pappa en gruna að það sé ekki nógu gott á milli. (sést á næstneðstu myndinni)
Gólfið í herberginu er mjög óslétt, á eftir að prófa tvo staði sem koma til greina fyrir rekkann og sjá hvor flöturinn er sléttari, annars lét ég litla plast-stuðtappa undir rekkann og get stillt hæðina á rekkanum aðeins ef gólfið er skakkt.
Á svo eftir á ákveða hvort ég klæði rekkann eða ekki, býst ekkert sérstaklega við því en ætla að sjá hvernig þetta kemur út þegar búrin og ljós eru komin í.
Meira seinna.